Blindur? Ekki vera með persónuárásir hér, ekki beita rökleysu.
Ég sagðist aldrei efast um það að þeir hafi lækkað verð fyrir verðkannanir og beitt lúalegum brögðum. Tough luck, það getur enginn skipað þeim hvaða verði þeir eiga að selja vöru á og hvenær þeir breyta því (það kallast miðstýring efnahags… NEI TAKK).
Hins vegar er hægt að framkvæma ALMENNILEGA VERÐKÖNNUN.
Tökum dæmi. Yrðir þú sáttur ef að lögreglan myndi ekki setja upp hraðamyndavélar heldur vinsamlegst segja öllum að tilkynna hraða sinn til lögreglu svo hún geti sektað þá?
Ég hefði getað skipulagt þessa verðkönnun betur. Þegar ég heyrði hvernig þær fóru fram, ekki eftir klukkan 5… þegar ALLIR VERSLA og ekki um HELGAR þá datt af mér andlitið. Hvaða FÁVITI var að stjórna þessu. Ef þú ætlar að hafa verðkönnun þá sendiru út 5-6 starfsmenn með 7000kr. styrk. Þeir nota hann til að kaupa vörur af ákveðnum lista, síðan berðu saman nóturnar.
Þú hringir ekki á undan þér og segir: HEy, við ætlum að kanna verðin hjá ykkur. Veriði tilbúnir með þetta, þetta, þetta, þetta og þetta.
Datt engum í hug að þeir myndu bara skella nýjum límmiða á vöruna?
Fáránlega framkvæmt.
P.s. það er ekki eins og einhver geti kvartað yfir því að það sé hátt verð í Bónus. væli væli væli væl
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig