Sæll,
Já er reynsla heimsins af þjóðernissinnum slæm? Allir andstæðingar nasista í seinna stríði voru meira eða minna þjóðernisinnar eða háðu baráttu sína við nasista á grundvelli þjóðernishyggju. Stalín, Churchill, De Gaulle, Roosevelt o.s.frv.
Sama er að segja um flesta þá sem börðust gegn nasistum í Þýskalandi sjálfu, s.s. andspyrnuhreyfingin “Schwarze Kapelle” og andspyrnuhreyfingar í hernumdu löndunum, s.s sú franska. Sumir börðust þó gegn nasistum að hluta til vegna þess að þeir voru kommúnistar en samt að miklu leyti af þjóðernissinnðuðum forsendum. Sjálfur Stalín háði stríðið gegn nasismanum í nafni þjóðernishyggju og kallaði það föðurlandsstríðið mikla.
Ennfremur má svo benda á að Þýski þjóðernissinnaflokkurinn var bannaður 1933 þegar nasistar komust til valda ásamt öðrum flokkum Þýskalands, bæði vengna þess að flokkurinn var ekki hlynntur stefnu nasista og svo hitt að margir af meðlimum hans voru gyðingar. Gyðingar voru t.d. margir af fremstu leiðtogum þjóðernissinna í Austurríki um aldamótin 1900.
Það er svo ekki þitt að ákveða hvað sé rasismi og hvað ekki heldur dómstóla. Menn eru saklausir uns sekt þeirra er sönnuð.<br><br>Með kveðju,
Hjörtur J.
Flokkur framfarasinna
<A HREF="
http://www.framfarir.net“>www.framfarir.net</A>
”In the beginning of a change, the patriot is a scarce man, brave, hated and scorned. When his cause succeeds, however, the timid join him, for then it costs nothing to be a patriot." -Mark Twain