Það er aldrei þannig í hernaði, það sem að gildir er mannafli, útbúnaður og það að geta komið birgðum á sinn stað.
Blackwater á t.d. ekki neitt sem að heitir stórskotalið, skriðdreka og þessháttar brynvagna, orrustuþotur, sprengjuvélar, þyrlur útbúnar til bardaga, raunverulega birgðakeðju og margt fleirra sem að þarf til þess að reka raunverulegan og bardagahæfan her.
Þó að blackwater hafi rúmlega 2000 gikkmenn segir það óttalega lítið því að þetta eru eingöngu verktakar og ofaná það eiga þeir ekki að taka þátt í bardögum heldur eingöngu hluti einsog t.d. að verna diplómata, birgðalestir og ýmsar byggingar.
Frakkar eru almenn ágætlega þjálfaðir og innan franska hersins eru virkilega skilvirkar og vel þjálfaðar sveitir sem að mörgu leyti eru miklu hættulegri í höndum einhvers sem að myndi vilja gera eitthvað illt af sér einsog t.d. franska útlendingahersveitin sem að býr við gífurlega hátt þjálfunarstig og er uppfull af útlendingum sem að frakkar sjá ekkert neitt hræðilega mikið á eftir.
Blackwater er sambærilegt Möltu í hernaðarlegum skilmálum og hver er hræddur við Möltu ?