Hvern einasta dag þegar þú er í skólanum eða liggur í hægindum heima hjá þér eru meira en þúsund börn að vinna í teppaverksmiðjum. Þau klippa og hnýta spotta hvern einasta dag og sjá sjaldan sólskin. Iqbal Masih var einn þessara barna.
Foreldrar Iqbal Masih seldu hann í teppaverksmiðju þegar hann var fjögurra ára gamall. Foreldrar hans höfðu ekki efni á honum en fengu $200 fyrir hann og Iqbal þurfti að strita í verksmiðjunni í mörg ár. Iqbal þurfti að sitja á viðarbekk með hníf til að skera spottann. Vinnan fór ekki vel með líkama hans og stoppaði vöxtur hans, hendur hans urðu harðar vegna þess að hann þurfti að hnýta þúsundir hnúta hvern einasta dag og fóru spottar úr teppunum í lungun hans svo að hann átti erfitt með að anda. Þegar Iqbal var tíu ára var hann frelsaður af félaginu BLLF(Bonded Labor Liberation Front) sem barðist fyrir frelsun barnanna í verksmiðjunum. Iqbal var settur í skóla og hafði gaman af því að læra. Iqbal varð félagi í BLLF og varð talsmaður fyrir félagið. Þótt Iqbal væri heilsulítill og lár í vexti var hann hæfileikaríkur og hugrakkur. Sem alþjóðlegur talsmaður BLLF ferðaðist hann m.a. til Bandaríkjanna og Evrópu og bað um enda á þjáningar barna sem þurftu að strita við að búa til teppi. Einnig bað hann fólk um að hætta að kaupa teppin frá Pakistan svo að færri börn þyrftu að vinna. Iqbal varð að alþjóðlegri hetju og beiðni hans um að fólk hætti að kaupa teppin byrjaði að virka. Árið 1992 stoppaði útflutningur teppa frá Pakistan í fyrsta skiptið í tugi ára. Útflutningur teppana var enginn í þrjú ár og varð Iqbal varð hataður af teppaframleiðanda. ”Teppamafíunnuar”
Þann 16. apríl árið 1995 var Iqbal skotinn niður þegar hann var hjólandi með vini sínum. Morðingjarnir hafa ekki verið fangaðir en það er vitað að ”Teppamafían” þaggaði niður í honum. Ríkisstjórnin í Pakistan hefur ekki gert neitt í morðinu á Iqbal og erfiðsvinnu barna í Pakistan. Ríkisstjórnin vill ekki að peningar hætti að koma til landsins og vegna þess halda þeir áfram að láta börnin hnýta og klippa hnúta hvern einasta dag þangað til foreldrarnir ná að borga þau til baka eða að heilsan versni svo að þau deyi bara.
Hvað finnst ykkur eiginlega um þetta?