Núna vinn ég við vinnu sem tengist smíði og er ég í eiginn rekstri.
Þegar ég þarf að bíða vegna slæmrar afgreiðslu þá er ég að tapa pening.
Ég mæti í Byko timburlagerinn núna tvívegis og í bæði skiptin lendi ég í útlending sem afgreiðir mig.
Einstaklingurinn talar ensku (slæma) og því miður er ég ekki það góður í ensku að ég geti útskýrt nákvæmlega það sem mig vantar á ensku, ef hann mundi þá skilja það sjálfur.
Ég er þarna í einhverjar 5-10 mín að reyna ræða við mannin þegar loksins kemur íslendingur og þetta tekur 10 sekontur.
(í bæði skiptin)
Núna í þriðja skiptið þá forðaði ég mér bara frá greinilegum útlending sem kom brosandi og ætlaði að reyna að afgreiða mig því ég veit að slíkt tekur bara alltof mikin tíma og ég labba og finn íslending.
Vill taka það fram að ég er engin rasisti í mér en mér finnst bara algjörlega ekki í lagi að ég þurfi að taka á mig fjárhagslegt tap vegna þess að Byko ákveður að spara sér nokkrar krónur með því að ráða fólk sem talar ekki stakt orð í íslensku til að afgreiða.
Er þetta bara ég eða á að reyna halda útlendingum utan afgreiðslu greina þar sem það skapar bara pirring meðal viðskiptavina ?
Fullkomlega mjög sáttur við að einstaklingur fari á íslensku námskeið og læri íslensku og komi svo og vinni við slíka vinnu.
Því miður hefur maður þó heyrt af útlendingum sem hafa bara lítin áhuga á því, hafa verið boðið íslensku kennslu á kostnað viðkomandi fyrirtækis og neitað því boði.
Ég verð að viðurkenna að ég fyllist smá reiði við að lenda í svona afgreiðslu vitandi að slíkt gæti vel átt við um þann einstakling einnig.
Tek fram að þótt afgreiðslan hafi verið mikill pirringur þá voru báðir útlendingar á fullu að vinna aðra vinnu þegar þeir komu aðsvífandi, ólíkt íslendingum á mörgum svona stöðum sem bara hanga eins og hálfvitar og lyfta ekki hendi nema maður kvæsir á þá.
Ebeneser