já hann er í vandræðalegri stöðu í þessu máli.
Og það er ótrúverðugt að þykjast ekkert hafa kannast við kaupréttarsamninganna.
http://www.visir.is/article/20071009/FRETTIR01/71009055„Ég vissi bara um þennan kaupréttarsamning við Bjarna Ármannsson, að öðru leyti var mér ekki kunnugt um hina samningana. Ég hef ekki séð neina lista þannig að þetta kom mér mjög á óvart þegar ég fékk heildarmyndina af þessu,“ sagði Vilhjálmur.
Þetta staðfestir Svandís Svavarsdóttir, fulltrúi Vinstri - grænna í stjórn Orkuveitunnar. „Þetta var tekið fyrir á fundinum klukkan 15.15 og á fundinum sat borgarstjóri,” segir Svandís. Aðspurð hvort borgarstjóri sé þá að ljúga í málinu segir Svandís svo vera.
Annars er þetta fráleit niðurstaða að selja bara hlut OR í REI núna og öll fléttan í kringum þetta mál bendir til þess að það sé verið að reyna hefja einkavinavæðingu orkuveita landsins.
Nú er REI skráð fyrir 48% hlut í Hitaveitu Suðurnesja en af þeim hlut á OR 16% sem var felldur inn í REI. Ef OR selur sinn hlut í REI verður þessi 16% hlutur líklega seldur þeim (ef Hafnarfjörður og Reykjanesbær nýta ekki forkaupsrétt sinn).
Ef það fer svo verður þá einkaaðili með 48% í HS og þá geta ungir Sjallaguttar byrjað að væla um að þá sé OR og Landsvirkjun komin í “samkeppni við einkaaðila” og heimta sölu þessara fyrirtækja. Og þá verða þau loks einkavinavædd.