Kæra SMáíS, til ríkislögreglustjóra þann 26 jan 2004..
http://www.netfrelsi.is/korkur/index.php?showtopic=2875
Ef þú varst eitthverntímann á Valhöll hubbnum eða öðrum hubbum sem voru undir eftirliti á meðan á rannsókn málsins stóð yfir þá er þetta eitthvað sem þú ættir að kynna þér og hugleiða, þetta gæti varðað hagsmuni þína.
Lög geta ekki verið afturvirk en sönnunargögn geta það hinsvegar.
sem dæmi má nefna um eldri mál sem ekki var hægt að leysa fyrr en eftir að DNA-tæknin kom til skjalanna, en þá gengu sönnunargögn úr þeim málum í endurnýjun lífdaganna þegar hægt var að finna DNA leifar á þeim úr ætluðum brotamönnum, sem var útilokað fyrir breytinguna.
það sama á við um IP tölur sem safnað var í DC++ málinu á sínum tíma, þessar IP tölur er nú hægt að notast við til öflunar á persónuupplýsingum um eigendur þeirra skv þeim breytingum sem gerðar voru á fjarskiptalögum í maí 2005.
það væri augljóst brot á jafnræðisreglu að láta ekki jafnt yfir alla ganga.
athyglisvert ekki satt, það er þó gleðiefni að Hallgrímur og persónunjósnarinn hans eiga eftir að verða samferða á hraunið ;]
E.S. veit eitthver hvort það má halda LAN-Partý á Hrauninu ;P
Bætt við 30. september 2007 - 23:55
Meira:
Það tók mig 1 1/2 ár að safna 1.44tb (maí 2003) af “ljóða og vísna” efni sem Floppy á Valhöll.
Var með þessa tengingu frá Íslandssíma:
Hvað kostar ADSL II?
3.750 kr. á mánuði
512 Kb/s hraði og 100 MB gagnamagn innifalið. Fyrir alla venjulega notkun, skoðun á vefsetrum, móttöku og sendingu á venjulegum tölvupósti á sérlega góðum hraða.
Heimild:
http://web.archive.org/web/20021029224832/www.islandssimi.is/web/Tilbod?ArticleID=324
512kb gera 158,203125Gb á mánuði miðað við fullkominn ótruflaðann gagnahraða sem er aldrei raunin, mín reynsla af þessarri tengingu var að með því að hafa queue alltaf fullt af efni og vera tengdur 24/7 þýddi í mesta lagi 65-70% nýting tengingarinnar á mánuði, en það var miðað við að DC++ forritið hefði aðgang að 95% af bandvíddinni allann tímann sem var ekki að gerast undir venjulegum kringumstæðum.
Ég áætla að það hafi verið nær því að vera um og yfir 50% að meðaltali nýting á tengingunni til handa DC++ sem er u.þ.b. 80gb af efni á mánuði í niðurhali mínus það sem maður ákvað að henda af vegna skemmdar (corrupted data), notandi ekki lengur að deila hálfniðurhöluðu skjali, tvö eintök af sama skjalinu eða eitthverra annarra ástæðna.
Þar sem upphalið var ekki það sama og niðurhalið á þessarri tengingu eða eftir því sem ég kemst næst 128kb þá erum við að tala um c.a. 20gb af upphali á mánuði og þíðir það að það tæki einn DC++ notandi sem myndi hafa ótruflaðan fullan aðgang að deilimagninu mínu 72mánuði að ná í það allt, og við erum þá að tala um bara einn af þúsundum notendum DC++ með alla upphalsbandvíddina á þessarri tengingu, það hefði s.s. tekið mig 9000-12000ár JÁ ÁR að deila öllu þessu efni með þeim 1500-2000 notendum sem voru þar inni á þessum tíma með þessarri tengingu, sem segir einfaldlega að deilimagn hvers og eins notanda er sýnd veiði en ekki gefin.
Seinna fékk ég mér 2mb tengingu sem hafði 512kb upphal sem þýðir að það má deila ofangreindum tölum í 4 en ekki breitir það miklu, ef maður hefði aðgang að 20mb fyrirtækja tengingum með fríu erlendu á þessum tíma þá hefði þetta horft allt öðruvísi við, deilimagn er nefnilega ekki neinn algildur mælikvarði, gagnahraði og nýtt efni er það sem virðist skipta mestu máli í dag.
...