Þetta verður nú ekki mikil grein hjá mér en ég varð að koma þessu útúr mér.
Ég rakst áðan á hina daglegu könnun á visir.is og hún hljóðaði svona:
Finnst þér ástandið í miðborginni betra eftir átak lögreglunnar?
Þeir sem svöruðu játandi voru með 68,9% hlutall
Þeir sem svöruðu neitandi voru með 31,1% hlutfall
Ég hikaði ekki vð að svara neitandi því mér finnst ástandið ekkert hafa breyst. Þá spyr ég sjálfan mig: Hverjir eru það sem eru að svara þessari könnun. Nú hef ég engar staðfestingar og er ekki að alhæfa neitt. En mér líður bara eins og meirihlutinn að þessu fólki sem svarar þessu játandi er einfaldega fólk sem les blöðin og sér hvað lögreglan er búinn að vera að “handtaka” mikið undanfarið. Kanski án þess að gera sér grein fyrir því að næstum ALLIR þessir “afbrotamenn” eru annaðhort “dósahendarar” eða “útíhorn pissarar”
Ekki misskilja mig. Mér finnst ekkert í lagi með það að míga á hús og eignir annara eða henda dósum og rusli á göturnar [þótt allar dósir séu týndar upp af asísku fólki áður en sólin fer að skína hinn næsta dag, sem er hið besta mál, og mest, ef ekki allt rust þrifið upp af starfsmönnum borgarinnar] Það er náttúrulega bara sóðaskapur og við ættum að skammast okkar fyrir það. Mér finnst alveg gott mál að lögreglan geri eitthvað í því.
En hvað hefur það að gera með “Ástandið í miðborginni” Hvað er eiginlega þetta fyrirbæri sem við köllum “Ástandið í miðborginni” ? Er það bara þessi tímabundni sóðaskapur sem er síðan þrifinn upp milli 6 og 7 að morgni af starfsmönnum borgarinnar. Eða eru það líkamsárásir, eiturlyfjaneysla og fyllerýs-læti sem hafa í för með sér skemmdir á eignum svo sem rúðum og bílum? Það finnst mér vera “Ástandið” sem við þyrftum að hafa áhyggjur af og þyrftum að leggja áherslu á. Af sjálfsögðu þarf að halda borginni hreinni en þarf allt þetta mannafl lögreglunnar að fara í það að setja pissuskatt á þjóðina? Er ekki einhver önnur leið. Á meðan þeir eru að fara með “útíhorn pissara” upp á stöð (og já þeir eru teknir upp á stöð) og sekta hann um 10.000 kall gætu þeir verið að koma í veg fyrir eitthvað sem ég kýs að kalla “glæpi” sem eiga sér stað hverja helgi í miðbæ Reykjavíkur.
Ég ætla nú ekki einu sinni að tjá mig um þá “skyndi-úrlausn” að loka öllum skemmtistöðum klukkan 02:00.
Ég meina. Er ég bara að frussa út um rassgatið á mér eða er verið ganga bandvitlaust að þessu máli. Og er fólkið útí bæ sem kemur ekki nálægt næturlífi miðborgarinnar að trúa því að ástandið sé eitthvað svo miklu betra. Eða var þetta ástand ekki svo slæmt, en sprengt upp af fjölmiðlum.
Ég meina ég bara spyr því mér finnst það hvorki hafa breyst né fannst mér það eins slæmt og fjölmiðlar gáfu og eru að gefa til kynna.