Nú vil ég aðeins útskýra mál mitt, ég veit full vel að útlendinga hafa fullann rétt til þess að vinna hér eins og íslendingar. Þrátt fyrir enga íslensku kunnáttu og ég er algjörlega hlintur því. En fólk verður líka að gera sér grein fyrir því að það er líka réttur kúnnans að sniðganga hvaða fyrirtæki sem er, meira að segja eftir sínum geðþóttum. Þeir þurfa ekki einusinni að hafa sérstaka ástæðu fyrir því að strunsa út úr búð án þess að kaupa eithvað. Hingað til hefur það ekki verið talið sem dónaskapur, eða ekki svo ég viti til.
Sú ákvörðun að strunsa út, þarf ekki á neinn hátt tengast rasisma eða dónaskaps. Fordómar í garð þeirra sem hætta við viðskipti, fynnst mér vera fyrir neðan allar hellur. Þar sem dregið er upp sú mynd af umrædum kúnna að hann sé annaðhvort dóni eða rasisti.
Hvað ef hann kann ekki annað en íslensku? Og hvað ef hann hafi margt annað við tímann að gera heldur en að hjálpa afgreiðslumönnum við það að læra íslensku, eins og bennt var á að kúnnar “ættu” að gera í kastljósþættinum. Það er ekki í verkahring kúnnans að standa við afgreiðsluborð og túlka fyrir aðra kúnna, né síður að veita einhvera sjálfboða aðstoð í íslenskumenntun. Annars er hverjum og einum frjálst að gera slíkt, en engin á að vera þvingaður í slíkt, vegna þá hættu að vera stimplaður sem dóni eða rasisti.
Isgurdurgur
Áttarðu þig á því að allir íslendingar eru skyldugir til að læra ensku í 5 ár?
Já ég áttamig fullkomlega á því, en áttar þú þig á að viðhald hennar og notkun er ekki skildug. Áttar þú þig líka á því að ensku kennsla hefst ekki fyrr en börn eru komin vel á grunnskóla göngu sína. Áttar þú þig á að þrátt fyrir kennslu í hinu ýmsu fögum er ekki sjálfgefið að allir komi úr þeirri menntun með ásættanlegri kunnátu og færni í tilteknu fagi.
Í mínu tilfelli hefur ensku menntun mín engöngu verið til þess fallin að ná lágmarkseinkunn á einkunnarspjaldið til þess að ná áföngum, og því þurfit ég hafa allmikið fyri, vegna mikillar lesblindu.
Í dag get ég rétt kraflað mig í einföldustu texta á ensku, þar af segja ef ég gef mér drikklanga stund til þess að stúdera orð og orðasamhengi.
Isgurdurgur
afi minn sem er 77 ára og hefur búið í sveit allt sitt líf kann ensku! Við erum alltaf umkringd ensku, 365 daga ársins.Einstaklingurinn sem þú ert að tala um hlýtur einfaldlega annaðhvort að vera fatlaður eða hefur búið í helli allt sitt líf.
Og hvað? Er afi þinn einhvað sérstök rök fyrir málflutng þínum að allir kunna ensku?
Nei hann er það ekki, og má sjá það meir að segja í þínum eigin skrifum að, ef fólk kann ekki ensku er hljóti það annaðhvort ver fatlað eða eða hellisbúi (?)
Eða hvað, trúir þú ekki að fatlað fólk sé til í raun og veru?
Eða er þetta kanski dæmi um fordóma í garð fólks sem kann ekki ensku, þar sem þú fullyrðir að þau sé fatlaðir hellisbúra, eða annað hvort… Ensá dónaskapur í þér drengur.
Isgurdurgur
Er virkilega erfitt að tjá sig á máli sem að nánast allir íslendingar kunna reiprennandi?
Ég get bara svarað fyrir sjálfan mig.
Nei, það er ekkert mál að tala mitt móðurmál, íslensku. Sérstaklega í ljósi þess að ég lærði hana þegar ég var enþá á máltökuskeiðinu.
Varðandi önnur tungumál, sem ég held þú ætlist til að allir kunna, Já það er virkilega erfitt og yrði þess valdandi að ég þyrfti að ganga með orðabók (fyrir fleiri tungur en á ensku þá?) í rassvasanum og vera drykklanga stund að stúder orð og orðasambönd.
Isgurdurgur
Jafnvel þótt að þeir kunni það ekki eru allar líkur á því að einhver annar nálægur kunni það.
Ekki vera með þessar fullyrðingar út í loftið, nei það eru ekki allar líkur á því, þó líkurnar séu vissuleg til staðar.
Öldruð Amma mín hefur lennt í því að fá bætt úr triggingum tjón að völdum áreksturs em hún lennti í, henni var bara bennt á að fara með bíl sinn á verkstæði og hún ætti að fá bílaleigubíl á meðann.
Hún fór með hann á tilteki verkstæð, og viðhenni tók einn pólverji sem kunni ekki neitt annað en pólsku. Hún eyddi miklum tíma í það að reyna útskýra stöðu sína, en allt kom fyrir ekki og hún neyddist til þess að skila bílinn sinn eftir (þar sem hann var hættulegur í akstri), og hún þurfti að labba í vinnu sína með skiljanlegri röskun á orku, tíma og viðleytni hennar að ætla að mæta á réttum tíma til vinnu.
Vissulega er þessi frásögn ekki sönnun um hvernig allar aðstæður séu, en hún er þó sönnun fyrir því að ekki séu allar líkur á því að fólk geti reddað sér með handabendingum, eða öðrum kúnnum sem kunna pólsku, ensku eða hvað sem þú ætlast til þess að fólk kunni.
Isgurdurgur
Ef að fólk hefur ekki áttað sig á því erum við ekki nema tæp 300.000 manns, hvað heldurðu að gerist þegar atvinnuleysi í svona litlu landi er svona lítið?
Það er sjálfsagt margt, og ég ætla ekki að fara tíunda það eithvað í þaular.
En samt sem áður, kom þessi þróun mér alls ekkert á óvart, það sem kom mér á óvart var þessi neikvæðna umfjöllun gagnvart þeim kúnnum sem eru ekki í stakkbúnir til þess að verða fyrir þessum breytingum, hvort sem það er af kunnátuleysi eða öðrum forsendum.
Hins vegar held ég að þessi þrónun megi að sumu leiti rekja til einmitt þessarar aukins vinnuafls til landsins og sumu til aðgerðaleysis stéttafélagana, því í flestum tilfellum eru það þeir sem sætta sig við þessi lágmarkslaun, og gefa því stéttafélögunum það fordæmi fyrir því að það sé til fólk sem er til í að vinna á þeim. Staðin fyrir að ef enginn/sárfáir væru til í að sinna þessum störfum myndi það sjálfsagt leiða til þess að stéttafélögin myndu hækka lámarkstaxtana til þess að mæta þeirri sárri manneklu.