Ég er að pæla að tala um áhrif kaþólsku kirkjuna (og trú almennt!!). Þeir ætluðu ekki að setja sig á móti kenningum kirkjunnar. En þar sem hún fór með alvald á þeim tíma var Galileo gert að taka skoðun sína
tilbaka. Húmanismi tengist þessu einnig og þar sem húmanismi er fyrirrennari upplýsinga aldarinnar er þetta mjög spennandi! (skynsemishyggjan og öll þekking byggist á reynslu og vísindalegar tilraunir fóru að öðlast meira gildi en kennisetningar trúarinnar)

YKKAR ÁLIT ?

Bætt við 24. september 2007 - 22:19
Ég er að pæla að tala um áhrif kaþólsku kirkjunnar og trú almennt. Nikulás Kóperníkus kom með sólmiðjukenninguna og einnig hélt því fram að áhrif himintunglana hefði áhrif á líðan fólks. Galileo og Giordiono Bruno samþykktu kenninguna. Galileo var gert að taka þær tilbaka þar sem kaþólska kirkjan fór með alvald á þeim tíma en þar sem Giordiono Bruno neitaði, var hann brenndur a báli. Húmanismi tengist þessu einnig og þar sem húmanismi er fyrirrennari upplýsingaaldarinnar er þetta mjög spennandi! (,,skynsemishyggjan og öll þekking byggist á reynslu og vísindalegar tilraunir fóru að öðlast meira gildi en kennisetningar trúarinnar)"

Einhver input?
Endilega leiðréttið mínar stafsetninga og málfræðivillur!!