Ekki viss hvar ég átti að setja þetta svo,allavega.

Nú hefur komið fram að það sé búið að reka meðlið úr spaugstofu krúinu, hann Randever Þorláksson. En, komið hafa þær tilgátur að þetta sé eitt stórt tímabundið grín. Það er alveg möguleiki á því, því að t.d.:

-Enginn vill almennilega segja af hverju hann var rekinn.
-Hann er jú einn af frummeðlimum hópsins.
-Þátturinn er sá vinsælasti á landinu og gæti misst áhorf með þessari uppsögn.
-Hinir meðlimir spaugstofunnar segjast ekkert geta lagað þetta, en það er jú hálfgert rugl, þeir gætu vel hætt hjá ríkissjónvarpinu og farið á aðra stöð.
-Hann hefur ekkert staðið sig illa hjá spaugstofunni.
-Hinir frægu rónar í þáttunum myndu hverfa burt!

Fyrsti þáttu vetrarins var sýndur þetta laugardagskvöld og þar var Randver ekki með í spilum, en mun hann sína sig?

Og margt fleira, en, hvað haldið þið?