Þetta eru kannski góðar fréttir,eins og desmond sagði. En trúarbrögð eru svo mikill hluti af okkar daglegu lífi, og hjá sumum hjá okkur sjálfum að það ætti að setja það í sér stað, s.s eins og það er deiglan, túngumál, dulspeki og annað. Ef maður vill vera mjög nákvæmur er ekki hægt að segja að trúarbrögð eru dulspeki eða heimspeki, vegna þess að það er t.d ekki dulspekið sem skapar trúna heldur trúin dulspekið. Trúarbragð er vísindi, mannréttindi, siðfræði, félagsfræði,heimspeki og allt sem við getum hugsað okkur. Þetta er vegna þess að nánast öll trúarbrögð segja að guð skapaði alheiminn, s.s þessi litlu atóm sem m.a. við erum bygð úr, þ.a.l. félagsfræðin, siðfræðin, vísindin og þetta sem ég nefndi fyrr. Þar sem guð skapaði allt og trú er leiðbeining guðs til okkar, þá er trúarbragð svo stórt hugtak að meira að segja þessi vefsíða, sem og allar, ætti að heita trú.is eða trúarbragð.is en ekki hugi…ég er alls ekki að segja að það ætti að vera þannig en ég er aðeins að reyna að gera skýrara það sem ég er að segja. Þar sem trúarbrögð hafa verið innst í hjarta fólks í mörg hundruð aldir þá er allt það sem er sagt þar satt þangað til annað kemur í ljós. Þess vegna ættu trúarbrögð að vera sett í sér stað til þess að fólk geti deilt um það sem er sagt í trúarbrögðum.
Nú er ég ekki viss hvort ég valdi besta staðin til að setja þetta þar sem trúarbragð kemur allt of oft fyrir. Biðjumst bara að það mun ekki vera hent og að óskin um sér stað rætist, Amen.