Stjórnvöld í Pakistan kölluðu sænskan sendifulltrúa á sinn fund í Íslamabad í dag til að mótmæla skopmyndum af Múhameð spámanni sem hafa verið birtar í sænsku dagblaði. Frá þessu greindi sænska utanríkisráðuneytið í dag.

Lennart Holst, sendiherra í sænska sendiráðinu í Pakistan, fór á fund í pakistanska utanríkisráðuneytinu vegna skopmyndanna sem voru birtar í Nerikes Allehanda dagblaðinu.

Fram kemur að stjórnvöld í Pakistan hafi mótmælt birtingu skopmyndanna munnlega, og sögðu þetta væri móðgun við Múhameð spámann. Holst tjáði yfirvöldum í Pakistan að sænsk stjórnvöld geti ekki skipt sér af frelsi fjölmiðla í Svíþjóð.

Umrætt dagblað birti þann 19. ágúst sl. eina af umdeildum skopmyndum eftir sænska listamanninn Lars Vilks. Á myndinni sést höfuð Múhameðs teiknað á hundslíkama. Að minnsta kosti tvö sænsk listasöfn hafa neitað að sýna teikningarnar.

„Þetta (teikningarnar) eru list. [...] Ég hef ekkert á móti íslam. Allir vita það,“ sagði Vilks.

Miðstöð íslamista í Svíþjóð hafa skipulagt mótmæli sem verða haldin fyrir utan skrifstofur dagblaðsins í Örebro á morgun.

Skammt er að minnast þess að hörð mótmæli brutust út í ríkjum múslíma eftir að skopmyndir af Múhameð spámanni birtust í nokkrum evrópskum dagblöðum. Teikningarnar umdeildu birtust hinsvegar fyrst í danska dagblaðinu Jótlandspóstinum.


Þetta, finnst mér fáranlegt, það er eitthvað mikið að þessu fólki. Fólk þarna að austan til ætti að þroskast aðeins, vonandi er þetta bara lítill hluti af múslimunum sem eru svona.

Af Mbl.is
http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1288618