Ég er orðinn frekar þreyttur á því að lesa svör hugara þar sem trúleysingjar eru að reyna að segja þeim trúuðu hvernig þeir eigi að lifa lífinu og hvað þeir séu og hvað ekki. Við ákveðum öll að trúa því sem við trúum, sama hvort sem það inniheldur guði eða ekki.

Það fer fátt meira í taugarnar á mér en trúleysingjar sem halda því fram að þeir séu mikið betri og gáfaðari en allir aðrir. Eins og einhver sagði, þá hljóma þeir eins og leikskólakrakkar að tala kynlíf.

En það sem fer allra mest í mig er þegar þeir reyna að fullvissa mann um það að maður sé ekki kristinn vegna þess að maður trúir ekki algjörlega öllu því sem stendur í Biblíunni. Ég tel sjálfan mig til dæmis vera kristinn. Ég trúi á Guð, og það er ekkert sem þið getið sagt eða gert til að fá mig til að hætta að kalla sjálfan mig kristinn. Samt sem áður á ég kannski erfitt með að trúa því orðrétt að hvalur hafi gleypt mann og ælt honum svo þrem dögum seinna, þó að það standi í Biblíunni.

Ég ætla að biðja ykkur um að halda ærumeiðingum ykkar fyrir ykkur sjálfa, og reyna að sætta ykkur við það að það eru ekki allir eins og þið, sem betur fer.



Takk fyrir mig, Mentos.

Bætt við 16. ágúst 2007 - 14:38
Það þarf greinilega að taka það fram að ég er að tala um huga hérna, ekki endilega allt samfélag manna á þessari jörð.