ég las frétt í símanum´mínum áðan um það að Blað í noregi vildi að Marta Lovísa Noregsprinsessa segði af sér titlinum afþví að hún segist vera Skyggn. Hvað finnst ykkur um þetta?
Sjálfri finnst mér þetta vera rugl. má manneskjan ekki vera skyggn í friði, þótt að hún sé skyggn þá er hún líka manneskja.
“þú mátt alveg hafa þína skoðun en mundu bara að þín skoðun er röng.”
Mannshugurinn er ansi flókið fyrirbæri, stundum verður í heilanum skammhlaup, einhver taugaboð víxlast eða ruglast og manni virðist aðstæður vera allt öðruvísi en þær í raun eru.
Það að hafa óbilandi trú á æðri mætti jaðrar við geðveiku, jú.
Mannshugurinn er fær um blekkingar, eins og til dæmis þegar menn sjá andlit út úr hinu og þessu. Þegar þér finnst einhver standa fyrir aftan þig þá er það einungis heilinn að gefa það í skyn, rétt eins og ef þér finnst einhver vera undir rúminu eða innan í skápnum.
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig
Það er nú ekki beint búið af afsanna tilvist anda eða annara yfirnáttúrulegra vera né sanna að þeir eru til. Þó einhverjir séu kannski fake miðlar sannar það ekki að allir séu það ne að engin se sannur ef þú fattar. Þangað til að sönnun kemur um að það sé ekkert satt eða allt satt, þá er ekki hægt að taka krúnuna af henni.
Þar sem hún fæddist prinsessa þá er þetta áskipuð staða og enginn beint “titill” fyrir það að vera fyrsta kvenbarn sem konungshjónin eignuðust (eða hvernig svo sem hún varð prinsessa..)
Nema ég sé (sem ég er) alveg út úr og hún hafi gifst prinsinum og orðið þannig prinsessa.
En either way þá er ekkert sem bendir til þess að undir einhverjum kringumstæðum ætti hún að “segja af sér” einhverjum “titli”.
Hvort sem hún fengi geðklofa eða sé portkona. Einfaldlega halda henni úr kastljósinu ef til þess þarf. En að hún segji af sér einhverjum titli er bara barnalegt.
Með sömu rökum má fara fram á að allir trúaðir stjórnmálamenn í heiminum ættu að segja af sér, þar sem að þeir trúa á eitthvað yfirskilvitlegt. Þannig að þótt að mér finnist hún kolrugluð þá á hún ekkert minna rétt á sinni stöðu heldur en fólk sem trúir á Guð.
Tjah, ef að einhver hátt settur stjórnmálamaður ætlaði að búa til skóla með 200.000 króna annargjöldum til að kenna fólki að tala við Guð/ syngja til Jesú / vera góðir múslimar eða whatever efa ég um að það yrði litið mjög hýrum augum.
Ja, það þykir bara ekki neitt sérstaklega vænlegt að hafa þjóðhöfðingja sem er augljóslega ekki heil á geði. Meirihluti Norðmanna trúir ekki að hún geti talað við engla, og hún ætti að afsala sér titlinum ef þeir vilja það.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..