Horfði á þessa mynd fyrir nokkrum vikum.
Partur 1 er mjög áhugaverður, annað hvort rosaleg tilviljun eða… eitthvað.
Partur 2 er eitthvað sem ég var búinn að sjá aðrar heimildamyndir um en er alltaf þess virði að pæla í. Af hverju vill bandaríska ríkisstjórnin ekki sýna myndbandsupptökuna af “flugvélinni” sem fór inn í Pentagon? Það kæmi eins og blaut tuska í andlitið á þeim sem styðja samsæriskenningarnar ef þeir sanna mál sitt, en í staðinn skapa þeir vafa með því að sýna það ekki. Af hverju?
Partur 3 finnst mér líka merkilegur, sér í lagi hve líkt upphaf seinni heimsstyrjaldarinnar er upphafi hins svonefnda “War on terror”. Mér finnst hann aðeins fara út í öfgar í endann þegar sagt er að Bandaríkin séu að fara að leggja undir sig heiminn. Þeir eru vitlausir, en ekki það vitlausir. Sannleikskorn í því þó, það er svo gríðarlegt afþreyingarefni sem streymir frá Bandaríkjunum að fólkið veit meira um fjölskyldulífið í Joey en sögu eigins lands. Fulldjarft að segja að bandaríska ríkisstjórnin standi fyrir því til að halda lýðnum heimskum samt.