Hitler gat ekki með fullu afskrifað trú, því hún var það rótgróinn Þýskalandi, en var samt sem áður andvígur henni skilst mér.
Ég las langt bréf, þar sem forstöðumenn Votta Jehóva í Þýskalandi eru að afsaka sig við Hitler, um að þeir séu ekki hliðhollir Júðum og hafa fengið engan fjárstuðning frá þeim, og ólíkt “mainstream” kristni (sem samkvæmt bréfinu Hitler hafði andúð á), þá hötuðu Vottarnir Júða, ef eitthvað, fyrir að hafa drepið Jesú.
Og með þessu bréfi eru Vottarnir að verjast því að á þá verði ráðist eins og aðra kristna söfnuði.
Nú þekki ég ekki trúarsögu Ítalíu á Mússólíní árunum nógu vel, en það var margt frekar shady í vatikaninu hvað varðar stuðning þess við 3. ríkið, sem hefur væntanlega verið megin ástæða þess að Hitler lét kaþólisman í “friði” á valdatíð sinni.
Það er ekkert pláss fyrir trú í grunn hugmyndafræði Kommúnismans. Hún skerðir aðeins vald ríkisins, sem á að vera algert.
Einfalt og þægilegt dæmi um það er lýsing George Orwells á þessu í Animal Farm.
Sovíetríkinn urðu trúlaust ríki á sínni valdatíð, til að nefna dæmi.
Og svo einnig Kína á valdatíð Maó, þar sem allt sem minnti á glæsta fortíð landindsins var brennt og eyðilagt. Þar var trú svo gott sem þurrkuð út í sinni áþreyfanlegu mynd.
Eða, eins og Kurt bendir á, skipt út fyrir óhaggandi leiðtogatrú með rauðakverið að biblíu.