Ætla að benda fólki á að skoða þessa heimasíðu sem er fróðleg um hvað kom fyrir vandræðabörn á Upptökuheimilum. Viss um að margir hér eru gömul (eða ný) vandræðabörn frá vandræðaforeldrum og geta núna leyst vanda sinn og vanmáttarkennd yfir hvaðan þau komu og hvernig var brotið á mannréttindum þeirra. Er ekki skelfilegt að svona hafi gerst í okkar litla landi. HEf verið að hugsa um að allt þetta vandræðafólk hefur fjölgað sér og hundruðu manna og kvenna sem fæddust eftir þetta sem eru börn þessa vandræðafólks.
Og því spyr ég hvað ykkur finnst. Er þetta vandamál “vandræðabarnanna” eða var þetta vandamál foreldranna???? Eða yfirvalda og félagsmálastofnunar????
Djöfull eru þeir góðir Breiðavíkurstrákarnir að kíla á þessa heimasíðugerð :)
Eru þeir ekki búnir að sanna með þessu þarfa framtaki að batnandi fólki er best að lifa?
www.breidavikursamtokin.is