Sæll Steinikr, takk fyrir fínt svar, reyni að svara sem skynsamlegast.
Eftir að hafa síað burt persónuárásirnar ertu með þessa punkta:
1. Lögreglan sér um slys
2. Ekki samanburðarhæfur listi.
3. Lögreglan sætir andlegu álagi.
—-
Auðvitað er auðveldast að hringja í 112, en það er ekki “lögreglunúmer”, það er neyðarnúmer fyir allar almenningsneyðarþjónustur. Ef húsið þitt brennur kemur brunaliðið á staðinn, ef þú slasast alvarlega kemur sjúkrabíll, osv., að þeir noti lögregluna til að samhæfa samstarfið milli mismunandi neyðarþjónusta er tilviljun. Þú getur gert þetta jafnvel, ef ekki betra, með að hafa sér stofnun sem vinnur markvisst að því að samhæfa allar neyðarþjónustur. Þannig ég er ekki að samþykkja þann punkt, þó að ég hringi í 112, er það ekki samansem að hringja eftir lögreglunni, það er að hringja í almennt neyðarnúmer, sem fyrir tilviljun er viðhaldið af lögreglunni(sem þarf ekkert að vera).
Listinn gæti verið betur hugsaður, séð það eftir ábendingarnar, en samt kemur:
Ég vil taka fram að ég ber fulla virðingu fyrir þessum störfum sem ég nefni og tek fram að ég lít ekki niður á neitt af þeim
sem er fylgt eftir af:
En já allavega, líkamlegt álag… byggingarvinna? Ertu að grínast félagi?
Já, ef þú ert ekki á vél og ert ekki í einhverju lúsafyrirtæki. Þá vinnur maður helvíti hart, á bróður í bransanum, og hann vinnur eins og skepna og fær borgað í samræmi við það. Langir vinnudagar og hálfnýtur líkami segir sitt, ekki hef ég heyrt um margar löggur sem drepast af völdum slysa/átaka/osv., en bróðir minn er því miður kominn með of langan lista af fólki sem hann hefur þekkt og látist(frá öðrum starfsgreinum reyndar líka).
Í sama mæli sem ég geri lítið úr lögreglustörfum, hefur þú gert gagnvart þeim þú nefndir. Þó svo get ég viðurkennt að ég nota harðara orðalag, og fordómum hef ég nóg af. Ég nota þá sem viðmiðun, ég tel mig vera þröngsýnan og fer ekki ofan því en einhversstaðar verður maður að velja sjónarmið. Mitt einkennist af því að ég sé ekki hvað gerir lögreglustarfið öðruvísi en aðrar starfsgreinar sem fólk sættir áhættu, ábyrgð eða bæði.
En áður en við rífumst meira um hættuleg störf ættum við að redda slysa- og dánartíði hjá lögreglunni og samanburðarhæfum störfum.
Þriðji punkturinn er sá erfiðasti, ég er fyllilega sammála að löggur sæta andlegu álagi og þetta er fólk sem vinnur þessa vinnu. En það er svipað og heilaskurðlæknirinn, hann
má ekki bregðast út af laginu, þó svo að geti það vegna mannlegra mistaka. Sama gildir um lögreglumenn, þeir meiga ekki gera mistök í starfi, en samt gera það. Svigrúmið fyrir mistök/valdaníðslu er tengt því hversu mikla ábyrgð starfsgrein ber, útlenska kassadaman í bónus getur auðveldlega gert haug af mistökum án þess að nokkur beri varanlegan skaða, ekki læknar, heldur ekki löggur sem eru að handtaka fólk.
Ef lögreglumaður getur ekki unnið starf sitt(eftir lögum þeas.) undir því andlegu álagi sem hann þarf að sæta við störf sín. Þá á sá einstaklingur augljóslega að drattast á kassan í bónus, eða eitthvað annað sem sú persóna er hæf til. Þetta er jú bara fólk eftir allt, þeir sem eru hæfir í ákveðið starf meiga endilega vinna það mín vegna, en fólk í ábyrgðarstöðum eiga ekki að vera þar nema þeir geti það.
Þegar stór hópur samfélagsins er að haga sér eins og fífl gagnvart henni, þá eru það því miður starfsskilyrðin sem þeir þurfa að sæta. Nema við fáum menn á þing sem lögleiða barsmíðar á fíflum, sem þú mátt gjarnan stuðla að ef þú vilt.
Eitt sem ég ætti að koma á frammfæri, virðing er áunninn eiginleiki, virðing er ekki bara kurteisi, það er líka hátt álit á ákveðnu hugtaki/persónu/strafi/osv. Það sem ég vildi í raun segja, ég virði ekki lögregluna, en ég er ennþá kurteis(eins og við annað fólk almennt(nema á netinu auðvitað)).
Það sem er mín upplifun af lögreglu, er einmitt nærri einungis neikvæð eða hlutlaus. Það hafa venjulega verið stælar og hortugheit gagnvart manni, stórmennskan uppmáluð og því umlíkt. Þá verð ég einmitt að álíta þetta sem hóp af skítseiðum, aumingjum, eða einhverju öðru álíka. Viðurkenni að ég er oft sjálfumglaður og andskoti fullur af sjálfum mér, en kurteisin hefur reyndar alltaf reddað mér frá því að vera barinn í stöppu af svínka. Sem er kannski málið, ég fer ekkert ofan af því ef ég hitti lögregluþjón að ég sé hann sem mannlegt úrþvætti, en jafnvel úrþvætti eiga skilið að hafa eðlileg samskipti.
Ef fólk er að rífa kjaft og kalla nöfnum, þá er það ekki furða að löggur eða hver annar maður tekur í fíflið. Þannig, ekki öskra, ekki kalla nöfnum og svona í raun bara haga sér eins og maður, þá getur maður ennþá komið sínu máli á frammfæri. Hef verið lent í nokkrum aðstæðum þar ég hef lent í því að standa í fínustu umræðum við löggur og komið mínu sjónarmiði á frammfæri án þess að yrði eitthvað vesen.