Sat inni frá 19. mars sl.
„Drengurinn er búinn að ganga í gegnum algjöra martröð og hefur átt við mikla sálræna erfiðleika að stríða. Hann hefur m.a. verið í sjálfsmorðshugleiðingum og orðið fyrir aðkasti í fangelsinu,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður piltsins sem sýknaður var í gær af ákæru um nauðgun. Honum var sleppt í gær eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi frá 19. mars sl. – lengst af á grundvelli almannahagsmuna.
Sveinn Andri telur það umhugsunarefni að hægt sé að dæma menn aftur og aftur í gæsluvarðhald á grundvelli einhverra „ímyndaðra” almannahagsmuna og segir borðleggjandi að grundvöllur sé fyrir skaðabótamáli gegn ríkinu – ef þetta verður endanleg niðurstaða í málinu.
„En það breytir því ekki að peningar bæta ekki þessa martröð sem drengurinn er búinn að ganga í gegnum."
Er þetta bara ég eða er dómskerfi þetta lands algjörlega farið til andskotans? Hverskonar vinnubrögð eru það að skrifa um það hversu illa nauðgaranum hefur liðið en ekki fórnarlambinu?
Eitt er nú víst; dómskerfið á Íslandi er gjörsamlega þroskaheft.
Strike!