Ég er ekki viss hvar ég eigi að henda þessu nöldri en ég ætla að gera það hér.




Ég var stoppaður á Ártúnsbrekkunni þann fimmta maí síðastliðinn fyrir að keyra á 135 km hraða.
2 vikum síðar talar yfirvarðstjóri lögreglunar á Selfossi við mig og kemur heim til mín og lætur mig skrifa undir sektargerð.
Ég geri það, hann tekur af mér ökuskírteinin og segir mér að ég þurfi að fara í ökutíma á ný þangað til ég telst vera ökuhæfur á ný, bóklega prófið og verklega prófið og ég missi prófið í mánuð + dágóða sekt.

Svo fóru foreldrar mínir að skoða öll blöðin sem ég hef fengið í pósti og sem lögreglan lét mig fá og þau voru ekki alveg að fatta þetta.
Ég hafði fengið svokallað akstursbann og verið sviptur ökuréttinda.
Móðir mín hringdi í lögregluna í Reykjavík og spurðist til um þetta.
Þar sögðu þeir að ég ætti ekki að þurfa að taka prófið á ný heldur bara bíða í mánuð og svo sækja skírteinin aftur.
Svo létum við þetta vera alveg í fáeina daga en í síðustu viku fór ég að tala við einhverja konu hjá Sýslumanninnum á Selfossi sem sér um vegabréf og ökuskírteini.
Ég sýndi henni alla pappíranna og hún fór að skoða í tölvunni hjá sér og sagði svo mér að ég þyrfti ekki að taka prófið aftur en ráðlagði mér að tala við Sýslumanninn sjálfann.
Ég og móðir mín fórum saman að tala við hann og hann sagði að ég þyrfti að fara á eitthvað námskeið sem er ekki einu sinni byrjað.
Hann sagðist ekkert vita neitt um þetta námskeið og sagði að það gæti verið að það yrði ekki fyrr en í vetur.

Sem sagt: Þeir svipta mig ökuréttinda, þeir láta mig í akstursbann í 1 mánuð og gefa mér fjári góða sekt.
Svo mánuði seinna þá á ég að vera búinn að fara í þetta námskeið.

Nei heyrðu, ráðuneytið er enn að skipuleggja þetta námskeið.
Þeir sem sagt létu þessi nýju lög í kerfið en eru ekki búnir að skipuleggja námskeiðið.

Nú gæti verið að ég þurfi að bíða á marga mánuði eftir þessu námskeiði, próflaus allan tímann á meðan.

Ég skil varla neitt í þessum málum og er mjög pirraður yfir þessu.

Sýslumaðurinn á Selfossi sagði mér að þetta hafi farið í gang um miðjann maí mánuð.
Ég var stoppaður fimmta maí, þeir tala við mig tuttugusta maí, fáeinum dögum eftir að þetta kemur í kerfið.

Ef þeir hefðu drullast til að tala við mig strax þá hefði ég aðeins misst bílprófið í mánuð, þurft að borga sekt og fengið bílprófið svo aftur.

Ég segi bara djöfulsins fávitar þessir menn í ráðuneytinu að henda einhverjum nýjum lögum af stað án þess að vera búnir að skipuleggja þetta fullkomnlega!
Andskotinn sjálfur.

Vitið þið nokkuð eitthvað hvað ég er að tala um?
Vitið þið um einhvern sem hefur lennt í þessu sem gæti sagt mér eitthvað um þetta?