Pókermót Gismo.is var stöðvaða af lögreglu síðasliðinn laugardag.

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1275433

Nú væri gaman að vita hvernig þessi blessuðu lög gegn fjárhættuspili virka því ég einfaldlega átta mig ekki á þeim.
Hvaða bar og hvaða sjoppa sem er má setja upp spilakassa í sínum húsum, Íslensk getspá má græða á tá og fingri af Lottó og 1X2 og nánast hver sem er getur skipulagt íþróttamót og rukkað þáttakendur um þátttökugjald en um leið og nokkrir pókeráhugamenn skipuleggja pókermót (sem þeir græða by the way ekkert á; ekki beint allavega) þá fer allt til fjandans. Hvernig stendur á þessu?
Væri einhver til í að útskýra þetta fyrir mér?