Ekki er þessi færsla skemmtileg,en ég læt hana vaða engu að síður, svona lúsera þoli ég bara ekki.
Merkilegt hvað sumt fólk getur verið smátt í sniðum, einhver skítakarakter á silfurgráum glæsi-Benz veittist auðvirðilega að góðri vinkonu minni sem var í sakleysi sínu að ryksuga bifreið á bílaþvottastöð í borginni í gær.
Fíflið rennir upp að henni á þessum líka glæsilega Benz, greinilega splunkunýjum, skrúfar niður rúðuna og fer að hæðast að klæðnaði hennar.
Vinkonan, sem er svo sannarlega með munninn fyrir neðan nefið, gullfalleg og ávallt vel til fara, spyr durtinn hvaða dónaskapur þetta sé eiginlega (hún hafði aldrei séð manninn áður og þekkti hann ekki neitt ) Hann heldur samt áfram að áreita hana, hæðist að Golfinum hennar meðal annars, sem er árgerð “94” ,aðeins farinn að ryðga og með smá dæld.
Hún svarar fullum hálsi og stígur í átt til bjánans, hann bakkar þá hræðslulega, átti greinilega ekki von á að konan sem hann ákvað að áreita á þennan stórundarlega hátt væri það hörkutól sem hún svo sannarlega er.
Ekki var hugrekkið síðan meira en svo hjá steikinni að hann heldur áfram að gala svívirðingar út um rúðuna á fína, rándýra Benzinum í hæfilegri fjarlægð frá vinkonunni sem hélt áfram þrífa bílinn sinn, þjónustan kostaði og tímamörkin 10 mínútur. Henni er samt skiljanlega svo þungt í skapi eftir þessa lúalegu árás að hún hættir við að klára þrifin og keyrir um planið til að athuga hvort hún sjá fíflið aftur sem þá var loksins farið. Og mikið rétt, hann hafði laumast til að leggja þar skammt frá. Vinkonan hugumprúða rennir hratt og ákveðið að hlið glæsikerrunar og skrúfar niður rúðuna, delinn (með einhver rándýr og ótrúlega hallærisleg sólgleraugu ) gerir smá rifu á sína svo rétt sést í nefbroddinn.
Hún segir nokkur vel valin orð við gunguna og ekur síðan sem leið liggur heim til sín, en veitir því fljótt eftirtekt að Benzinn eltir og er kominn alveg klesstur í rassgatið á littla Golfinum hennar.
Nú er virkilega fokið í mína og hún snögghemlar og munar litlu að þrjóturinn keyri á hana svo að hann hægir heldur á sér en er fljótlega mættur aftur klesstur upp við við Golfinn.
Vinkonan er nú ákveðin í að láta fíflið bara klessa fína Benzinn, bíl sem er ekið alveg upp að stuðara á næsta bíl getur varla verið hægt að dæma í rétti?
Hún neglir niður við næstu beigju og í þetta sinn munaði ekki nema hársbreidd, en fábjáninn rétt náði að sveigja hjá í tíma og bjarga trýninu á Benzinum flotta.
Rétt að taka fram að þetta gerist ekki á mikilli ferð og því engin hætta á stór-árekstri, en nóg til að dælda dýran bíl svollítð svo að sæi vel á, hefði verið mátulegt á aulabárðinn.
Þegar heim er komið segir hún mér frá áreitinu inn um gluggann og að hana gruni að fíflið sé svo vitlaus að keyra fram hjá aftur svo að ég dríf mig út til hennar og mikið rétt, kemur ekki silfurgrár eðal-Benz akandi niður götuna…hafði snúið við og greinilega ekki á því að hætta að áreita konuna, hún hafði tekið eftir númerinu strax á þvottastöðinni þegar fíflið spurði drýgindalega hvort hún vissi ekki hver hann væri(sic), hún leit á númerið sem er tveggja stafa mont-númer og auðvelt að muna og sagði“ Já, ég veit það núna ”.
Vinkonan bendir á bílinn þegar hann keyrir hjá og gaurinn hypjar sig skömmustulega þegar hann sér að hún er ekki ein á ferð lengur…lagðist þar lítið fyrir kappann og reyndist hann léttvægur fundinn, enda varla nema mestu lúserar sem gera sjálfan sig að slíku dusilmenni að vera áreita ókunnar konur sem eru einar á ferð.
Hvað mannbjálfanum gekk til með þessu lágkúrulegu áreitni er ekki gott að segja, kannski var hann bara að reyna að ganga í augun á félaga sínum sem sat í farþegasætinu og glotti heimskulega, kannski er hann þjakaður af minnimáttarkennd gagnvart hinu kyninu og það brýst út í áreitni við ókunnugar konur, vonandi að hann nái þá tökum á því áður en áreitið verður alvarlegra en í þessu tilfelli, þó óhugnanlegt hafi verið.
Þetta skyldi þó ekki vera upprennandi nauðgari eða barnaníðingur, eitthvað virðist hann allvega haldinn einhverju óeðli og vitið virðist ekki vera að þvælast mikið fyrir honum.
Sennilega var þetta samt lítill pabbadrengur með heimilisbílinn í láni, hann virtist hvorki hafa aldur né þroska til að hafa efni á svona drossíu og var einstaklega skömmustulegur var hann þegar hann lét sig hverfa á endanum.
Undarlegt að finna sig í því að hreykja sér af ríkidæmi sínu á þennan ótrúlega glataða og hjákátlega hátt, ætli hann finni sér kannski aðra konu á ódýrum og druslulegum bíl til að áreita á morgun og þykist mikill garpur í augum einhvers, sjálfs sín kannski ?
Annars er lítið annað að gera en að vorkenna svona krumpuðum karakter, bjálfar með minnimáttarkend gagnvart konum verða líklega alltaf til.
Við náðum bílnúmerinu hjá perranum, er annars ekki hægt að finna út með því hver er eigandi glæsikerrunar? eða má kannski ekki gefa slíkar upplýsingar…er einhver sem þekkir það ? hefði gaman af lesa kauða aðeins lífsreglurnar og kenna honum að það að áreita konur sem eru einar á ferð verður seint talið til mannkosta og ekki líklegt til að verða honum til framdráttar í framtíðinni.
Bætt við 5. júní 2007 - 19:04
Sorrý hvað þetta er klesst saman og illa upp sett:/