Ég eiginlega nenni ekki að horfa á “Darwinisma” myndbandið eftir að ég horfði á myndbandið um aldur alheimsins. Aðrar eins fleipur og kjaftæði hef ég ekki séð í frekar langan tíma…
1. Hvernig tengjast hringir Satúrnusar aldri Jarðarinnar (eða heimsins)? Eru einhverjir vísindamenn sem að halda því fram að a) Satúrnus sé jafn gamalt og alheimurinn og b) að hringir þess séu jafn gamlir og plánetan? Svarið er nei. Hringir þess eru taldir vera minna en 100 milljóna ára gamlir og hafa EKKERT með aldur Jarðarinnar, Satúrnusar eða alheimsins að gera.
2. Poynting-Robertson effect: Nú er ég ekki nógu vel að mér í stjarnfræði og kannast ekki við þetta fyrirbrigði en það sem að ég hef lesið mér til um (bara eftir að hafa horft á þetta myndband) er að það getur tekið mörg hundruð milljónir ára fyrir þessar agnir sem að hann talar um að dragast inn í sólina þannig að það þarf ekki einu sinni að vera stöðugt streymi af öðrum smástirnum til að fylla upp í tómið sem að myndast við þetta effect.
Mæli t.d. með að þú lesir þetta:
http://www.creationtheory.org//YoungEarth/Hartman-5.shtml?page=Hartman-53. Jarðfræði er annað efni sem að ég hef mjög takmarkaðan áhuga á en ég hef ekki hugmynd um hvaða “space dust” hann er að tala um í lið 3 sem að finnst ekki í gömlum jarðlögum…
4. Hann virðist vera í besta falli vitlaust og í versta falli óheiðarlegur.
Segulsvið jarðar er ekki það sem að maður kallar “constant” og vísindamenn vita það. Eitthvað segir mér að gaurinn í þessu myndbandi viti það líka en að hann líti fram hjá því til að vera allavega með einhver ‘rök’ í höndunum. Segulsviðið hefur verið mjög breytilegt í líftíma jarðarinnar og pólarnir hafa meira að segja “flippað” marg oft og segulsvið jarðarinnar umturnast. Eins og ég segi, í besta falli vitlaus en í versta falli óheiðarlegur.
5. Hérna kemur síðan punkturinn sem að eiginlega staðfestir það að þessi gaur er frekar óheiðarlegur en vitlaus.
Snúningur jarðarinnar er ekki að hægjast um 1 sek á ári, heldur 0.005 sek á ári það gerir það að verkum að sólarhringurinn var 14 klst fyrir 4.6 milljörðum árum síðan (sem er þannig lagað séð ekkert ólíklegt). Öfugt við að fólk (m.t.t. að það var til fyrir 4.6 milljörðum ára) hafi kastast út í geim við upphaf jarðarinnar.
“Fossil rugose corals preserve daily and yearly growth patterns and show that the day was about 22 hours long 370 million years ago, in rough agreement with the 22.7 hours predicted from a constant rate of slowing (Scrutton 1964; Wells 1963).”
6. Hann talar um einhverja Mississippi á, en eru einhverjar haldbærar sannanir fyrir því að hún sé talin vera jafn gömul og jörðin? Þetta er fáránlegur rökstuðningur og þetta væri svipað og að mæla aldur Íslands til að komast að því hvað jörðin væri gömul.
Einnig talar hann um setlag á botni hafsins en ég er ekki nógu vel að mér til að svara því.
7. "The most probable mechanism for helium loss is photoionization of helium by the polar wind and its escape along open lines of the Earth's magnetic field. Banks and Holzer [1969] have shown that the polar wind can account for an escape of 2 to 4 x 106 ions/cm2 sec of Helium-4, which is nearly identical to the estimated production flux of (2.5 ± 1.5) x 106 atoms/cm2 sec. Calculations for Helium-3 lead to similar results, i.e., a rate virtually identical to the production flux. Another possible escape mechanism is direct interaction of the solar wind with the upper atmosphere during the short periods of lower magnetic-field intensity while the field is reversing. Sheldon and Kern [1972] estimated that 20 geomagnetic-field reversals over the past 3.5 million years would have assured a balance between helium production and loss."
Tekið héðan:
http://www.talkorigins.org/faqs/hovind/howgood-yea.html#proof148. Statistical improbabilty: Ég ætla að endurskoða það sem að ég sagði fyrr í svarinu, hann er bæði vitlaus og óheiðarlegur.