…Góð spurning,
mér þætti gaman að heyra rök fyrir þessu! fyrsta svarið sem skaut upp í kollinn á mér við þessari spurningu var A.M.K. NEI; Mér finnst það engan veginn réttlætanlegt.
sVO þegar ég pæli aðeins lengra þá verður að skilgreina þetta aðeins betur. Ég myndi orða spurninguna:
Er réttlætanlegt að eiga upptökin að stríði?
því að sjálfsagt er að verja sig og sitt land ef ráðist er á það og stríð hefst ekki fyrr en 2 aðilar eiga hlut í máli… eða hvað? (mín pæling, engan veginn algild) En auðvitað er það augljóst að þessi fyrri aðili sem réðst inn í landið, sem þurfti síðan að verja sig, hóf átökin. Þá er spurningin að sjálfsögðu orðin: hver er ástæðan fyrir þessari fyrstu árás; er einhverntímann hægt að réttlæta svona fyrirbæri sem snertir ekki bara deiluaðila, heldur í flestum tilvikum sakleysingja (“óbreytta borgara”) sem eiga svo sannarlega eitthvað betra skilið!! Og þá er ég komin í hring og farin að pæla aftur:
Er stríð réttlætanlegt?
Nú veit ég ekki nóg um ástandið í heiminum í dag (þ.e. t.d. það sem Bandaríkjamenn nefna “War On Terror”) og ætla því ekki að fjalla neitt um það og vekja þannig upp blóðþorstann í samhugurum mínum með einhverju sem gæti svo bara verið rökleysa af minni hálfu. Ég endurtek það að mér finnst þetta góð spurning og örugglea til margar hliðar á málinu sem fara þá líklega oft eftir samfélagsaðstæðum og trúarbrögðum. ENDILEGA komið með skoðun á málinu…
kveðja
kongulo