Þáturinn var eitthvað á þessa leið:
Glottandi krakkrassgatssólin skríkir
Enter Tinky-Winky og Pó (guð, ég veit meira að segja hvað þau heita, ARG!)
Þau standa svo þarna þögul eins og þvörur
Þá mælir Tinky-Winky af munni fram: Tinky-winky
Og hverju haldið þið að Pó svari, íbyggin á svip?: Pó
Rör kemur upp úr jöðrinni og gefur frá sér óþolandi útvarpstruflanasurg.
Rör: (í geðveikt sló-mó án nokkurs undirspils) Hööööööfuð …… herðar…. KNÉ..og.. tær … KNÉ -Og TÆR
Ég hugsa með sjálfum mér: Hversu mikið verra getur þetta orðið?
Tinky Winky og Po: Aftur,aftur, aftur!
Rörið endurtekur sömu línu á sama hátt ca. 3-4 sinnum sökum áskoranna kvikindanna.
“Jæja, nú getur þetta ekki orðið mikið verra” hugsa ég.
Víkur þá sögunni að hinum tveimur kvikindunum sem eru heima í húsi. Þau eru kkynnt til sögunnar á sama hátt og fyrri kvikindin:
Lala: Lala
Dipsy: Dipsy
sprettur þá samskonar rör og áður upp úr jörinni og syngur (ef hægt er að kalla þetta nágaul söng) á svipaðann hátt og rörsystkini þess: Auuuugu…. eyyyyru…. muunnur… -OG - NEF.
Ég: Urrghhhh….
Kvikindin í kór: Aftur, aftur aftur
Sami söngur endurtekinn þrisvar
Á meðan ég hugsa “Guð, taktu mig núna” safnast kvikindin öll saman og birtist skjár með krökkum að leika sér.
Krakkar: Halló, halló halló
Stubbakvikindin: Halló halló halló
Súmmað inn á krakkanna þar sem þeir fara að syngja “Höfuð-herðar kné og tær” hraðar og hraðar og hraðar og ég hélt að þau ætluðu aldrei að halda kjafti.
Þegar þessum kvölum var lokið þurftir systir mín svo endilega að vera að syngja þetta lag fyrir strákinn. Ég fékk ekki einungis viðbjóð á þessum þáttum heldur líka laginu.
Neyddist þó til að horfa á 2-3 þætti í vibót af þessu helvíti. Já, þið megið vorkenna mér.