Lítill munur er á ferðakostnaði borgarstjóra á tímabilinu 1989 til 2000. Allir, nema Árni Sigfússon, fara einhvern tímann yfir tvær milljónir en Davíð Oddsson er vissulega sá eini sem nálgast þrjár milljónir, en það var árið 1989.

Þá var ferðakostnaður vegna hans tæplega 2,8 milljónir króna.Áhöld eru um hvað samanburður ferðakostnaðartalna sýni í raun. Hvort það sé hagkvæmni borgarfulltrúa eða umfang trúnaðarstarfa sem hann fer með hverju sinni. Af aðalmönnum í borgarstjórn eru einungis tveir sem engan ferðakostnað bera á yfirstandandi kjörtímabili. Það eru Júlíus Vífill Ingvarsson og Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks.

Þá vekur athygli að Ólafur F. hefur einnig vinninginn að þessu leyti tvö síðustu kjörtímabil, 1990 til 1994 og 1994 til 1998. Fram til febrúar á þessu ári féll enginn ferðakostnaður til vegna Ólafs F. og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, en mestur kostnaður er 572, vegna Hrannars B. Arnarsonar, fulltrúa R-lista. “Dýrasti” fulltrúi Sjálfstæðisflokksins er hins vegar Inga Jóna Þórðardóttir með 482 þúsund.

Athygli vekur hins vegar að Árni Þór Sigurðsson, varaborgarfulltrúi R-lista, er með lang mestan ferðakostnað á þessu ári, rúm 960 þúsund, en hann er formaður skipulags- og bygginganefndar auk þess að vera formaður hafnarstjórnar borgarinnar.
Tekið að visir.is

Í hvað fara allir þessir peningar? Hvað er fólkið að gera?! Ég veit s.s. ekki hvað t.d. Davíð er að eyða núna þegar hann er í Ríkisstjórn, en ég held að það sé ábyggilega meira. Þetta eru okkar peningar! Fer þetta ekki í taugarnar á neinum nema mér?
Á meðan ég þarf að lifa á 30.000 krónum á mánuði eru þessir alþingismenn með þvílík laun en eyða samt meiru en það, fá ferðakostnað borgaðan, dagpening þegar þeir eru úti, líka fyrir makana, Davíð Oddson mundi ekki geta lifað af á 30.000 kr. eina helgi!!
Just ask yourself: WWCD!