Það ganga margar sögur um Smáralind þessa dagana. Íslendingar sem kunna
fátt skemmtilegra en að hlakka yfir óförum annarra eru margir hverjir orðnir
sannfærðir um að þetta sé bara eitt stórt flopp sem sé ekki að ganga.
Sögur um neyðarfundi ganga manna á milli en um leið les maður fréttir um það
í blöðunum um að aðsókn sé betri en búist var við.
Hvað finnst þér? Er Smáralind að virka eða rúlar Kringlan ennþá?
Er pláss fyrir tvær verslunarmiðstöðvar á höfuðborgarsvæðinu?
Ef hún er ekki að virka hvernig fer það þá með stórfyrirtæki eins og Baug
sem eru með níu (þar af tvær risa) verslanir þarna. Lifa þeir það af?