Vil ekki endurtaka hálftíma skrif, svo að ég afrita bara beint minn pistil af spjallborðum istorrent:
Ég vil byrja á að segja að ég hef engann áhuga á þessum leik og finnst það veruleikafirring að einhver geti fróað sér yfir þessu eða finnist gaman að þessum leik.
Hins vegar vil ég benda á að ef það hefði ekki verið fyrir einhverja rottu innan istorrent samfélagsins hefði þessi leikur ALDREI komist inn á lista yfir topp100 mest sóttustu torrent, kannski að 20 hræður hefðu sótt hann. Nú hinsvegar vita allir sem ekki búa undir steini hvar er hægt að nálgast svona viðbjóð.
Árið 1982 kom út leikur sem hét “Custer's Revenge” sem snýst um það að komast undan örvum og nauðga indjánastelpu sem er bundin við kaktus. Vegna fjölmiðlaumræðu seldist leikurinn í 80.000 eintökum, sem er MARGFALT meira en aðrir og mjög svipaðir titlar sem sama fyrirtækið framleiddi á svipuðum tíma. Leikurinn er algert afhroð og lítur meira út eins og legókubbar heldur en manneskjur en samt sem áður hélt fólk því fram að þarna væri í gangi “nauðgunarþjálfun”.
http://upload.wikimedia.org/wikipedia/en/thumb/a/ae/S_CustersRevenge_1.png/252px-S_CustersRevenge_1.pngFinnst ykkur virkilega ekki FÁRÁNLEGT að kalla þetta nauðgunarþjálfun? Hvað hefur breyst? Betri grafik? KOMMON.
Þar að auki má nefna að sú fréttasíða sem fyrst kom með þessa frétt er í eigu 365, sem að eigin sögn tapa hvað mestu á starfsemi IsTorrent. Það er allt önnur umræða út af fyrir sig og fer ég ekki út í höfundarréttar lög hér, en það er augljóst að helsta ástæðan fyrir þessu fjölmiðlafári er að koma höggi á IsTorrent, eins og margir hafa sagt á undan mér.
Ég bíð bara eftir að fleiri fréttir komi inn af öðru efni sem er á istorrent og að síðunni verði á endanum lokað vegna hrópa og kalla fólks sem er alveg skítsama um stjórnarskrá þessa ágæta lands.
-
Nokkrir punktar:
1. Það er enginn að fara að læra eitt eða neitt af þessum leik.
2. Þeir sem gætu hugsanlega tekið svona efni inn á sig eru annaðhvort börn (ég kem inn á þetta seinna) eða andlega óheilbrigðar manneskjur. Það kom fram í frétt á MBL að atferlisfræðingur sagði að svona lagað hefði ekki áhrif á fólk og myndi ekki hvetja það til þess að fremja svona glæpi.
3. Kerfisbundin ónæming er vissulega áhyggjuefni, ef fólki finnst allt í lagi að nauðga fólki í tölvuleik finnist því kannski í lagi að nauðga fólki í alvörunni. Þetta er kjaftæði. Það hafa komið fram fjöldamargar rannsóknir á því að leikir, kvikmyndir og tónlist ýta
ekki undir að fólk fremji glæpi sem það sér í undannefndum miðlum, ef það hefur þroska til.
4. Heilbrigt fólk kann mun á raunverulega og tölvuleikjum.
-
Það fólk sem er andlega óheilbrigt myndi framkvæma sína glæpi óháð því sem það sér í leikjum eða á netinu, þetta er bara staðreynd, það þarf ekki að kenna svona fólki eitt eða neitt. Sumir þessara einstaklinga hafa kennt leikjum eða kvikmyndum um, en það er bara afsökun.
Börn sem náðu í þennann leik eru í hættu, það er rétt, en við skulum aðeins líta á það hver ber ábyrgð á þessum börnum. Er það eigandi IsTorrent? NEI. Eru það framleiðendur þessa leiks? NEI. Það eruð þið, FORELDRAR. Drullist til að fylgjast með því sem börnin eru að gera á netinu í stað þess að leyfa ríkisstjórninni að ritskoða efni sem er ekki ólöglegt.
Ef við gefum okkur að þeir sem nauðga geri það til að svala þorsta geti svalað honum í þessum leik, þá er allavega einu fórnarlambi bjargað. Rannsóknir hafa sýnt að í löndum þar sem klámvæðing er lengra gengin, eru færri kynferðisglæpir á hverja 1000 íbúa.
Ef við gefum okkur hinsvegar hið andstæða, að einn af hverum 100.000 sem náðu í þennann leik nauðgi “vegna” hans, þá hefði enginn af þessum 20 upprunalegu hræðum nauðgað neinum, en þökk sé 365 fjölmiðlum þá hafa líkurnar aukist umtalsvert. Takk kærlega.
-
Í nafni siðferðis, ritskoða ég þig!Gerið það sem þið viljið;
útskúfið fólki sem náði í þennann leik,
bloggið um það hvað ykkur er misboðið,
sniðgangið þennann japanska tölvuleikjaframleiðanda,
prédikið um það hvernig netið er sýrupollur siðferðis.
EN Í GUÐANNA BÆNUM EKKI GEFA RÍKINU FORDÆMI FYRIR RITSKOÐUNViva la resistance.
Til þeirra sem ásaka alla málbera rit-og-málfrelsis um að verja þennann leik, hoppið upp í rassgatið á ykkur. Enginn hefur sagst styðja nauðgun eða það sem það stendur fyrir. Ekki kæfa skoðanir fólks bara af því að þær eru öðruvísi en þínar. Þú færð ekki verðlaunapening fyrir að fordæma þennann leik.
Það sem gerir þessa umræðu enn hræsnaralegri er að það eru til margfalt verri leikir á internetinu sem fjalla um morð, ofbeldi, pyndingar eða annann viðbjóð. Samt fellur það innan marka þess efnis sem er í lagi handa börnunum okkar. Bara vegna þess að leikurinn var “hýstur” á íslenskri síðu (og ég nota það hugtak mjög lauslega þar sem istorrent hýsir ekkert efni sem niðurhalað er) þá er allt í einu svaka mikið mál?
Ég ætla ekkert að segja að nauðgun sé skárri en morð, það er morð á sálinni og sumir vilja meina að þetta sé verra. En vaknið aðeins og finnið lyktina af kaffinu. Það hefur engum verið nauðgað. Aðeins pixelum á tölvuskjá sem enga sál hafa.
Það að þessi leikur hafi verið fjarlægður er enginn sigur fyrir neinn, það vita allir hér að það kemst ekki hver sem er inn á þessa síðu og að hægt er að nálgast hann mun auðveldar á öðrum torrent síðum, og þökk sé 365 þá eru 300.000 manns “mögulega” búnir að komast í svona viðbjóð, í stað 18.000.
Heimild:
http://en.wikipedia.org/wiki/Custer's_Revenge
Bætt við:
Adidas79
Hvað finnst ykkur um “leikinn” sem strákurinn gerði eftir skotárásinar í bandaríkjunum fyrir ekki svo löngu síðan þar sem 31 voru drepnir?
Finnst ykkur það í lagi eða ?
Ætlið þið kannski að halda því fram að það sé bara leikur og þess vegna er þetta allt í lagi!!!
Mér sýnist þú ekki vera að fatta að það er ENGINN að verja þennann leik(RapeLay), einungis rétt hans til að vera til, og rétt fólks til að ná í hann og spila.
Mér finnst að greyið strákurinn sem bjó þennann skotleik til þurfa á hjálp að halda, en mér finnst ekki að það eigi að banna leikinn.
Finnst
þér í lagi að setja lög sem bannar leik vegna tilfinninga eða siðferðis? Finnst
þér að tilfinningar eigi heima á alþingi eða öðrum lögsetningarstöðum heimsins?
Hversu stutt er frá þessu og í að banna til dæmis kvikmyndir þar sem ofbeldi sést, kynlíf, eiturlyf osfrv. Vilt þú lifa í samfélagi í framtíðinni þar sem það eru ákveðnir hlutir sem þú mátt ekki tjá þig um… mátt ekki skrifa um, semja kvikmynd, eða búa til tölvuleik um bara afþví að það fer fyrir brjóstið á einhverjum?
Það ert ÞÚ sem átt að sjá um ritskoðun á því efni sem ÞÚ horfir á. Ekki reyna að þröngva þínum skoðunum upp á fólk sem hefur kannski aðra siðferðiskennd og annann smekk en þú.
Ég fíla ekki dvergaklám en finnst allt í lagi að það sé hér inni fyrst að einhverjum langar að sjá það.