En tékkaðu á hvað hún hefur verið að reyna að gera hjá menntaskólunum. Reyndar var það arfleifð Björns, samræmdu stúdentsprófin, sem hún fékk í hausinn þegar HÍ neitaði að taka mark á þeim og nemendur skiluðu auðu upp til hópa. Stytting framhaldsskólanna væri líka stór mistök, ef hún vill endilega troða fólki inn í háskóla ári fyrr er mun meira rúm fyrir hagræðingu í grunnskólunum. Hvers vegna reyndi hún það ekki? Jú, grunnskólarnir eru hjá sveitarfélögum en framhaldsskólar hjá ríkinu.
Persónulega myndi ég vilja hafa öll “velferðarmála”ráðuneytin hjá Samfylkingunni, en ég skil að þeir vilji hafa eitthvað af “peningamála”ráðuneytum líka til að sanna að vinstri menn hafi líka fjármálavit.
Peace through love, understanding and superior firepower.