eina sem lætur mig alltaf vera fúlan með kapítalistan er að hann lætur fólk keppa á milli sín, sem er í raun besta mál, enn sumir einfaldlega verða of langt undir í keppninni. svo sem indland. þar eru menn, vinnandi fyrir skít og kanel, oft í eiturefnum án hlífðarbúnaðs til að spara pening, svo þú getur fengið ópersónulega kommóðu eða eitthvað rusl á ódýrara verð, kommúnisminn er hins vegar ekkert nema manngæska, og vera góður við menn, og sjá til þess að enginn verði einhver feitur kall með einhverja fátæklinga berandi sig á gullstól, gallinn er að sumir kommúniskir leiðtogar hafa bara verið einfaldlega geðveikir og spilltir, svo sem stalín og mao, enn menn eins og Castro eru náttúrulega bara unaðslegir, þó svo að bandaríkjamenn séu óánægðir með hann þar sem hann tók alla akrana og ávaxtaekrunar og allt það af bandarískum stórfyrirtækjum, til hvers? til að kúbumenn fengu nóg að borða, ekki til að einhverjir örfáir kallar hagnist á því að bandaríkjamenn geti keypt ávextina eða hvað sem það er á hærra verði enn samlandar þeirra. kommúnisminn er í raun glæsileg hugsjón, enn til að hann verði að veruleika þarf maðurinn að losna við öfund, eitthvað sem ekki er hægt, eða að hann fari yfir allan heiminn, þó svo að menn í sovíetríkjunum voru ekkert að öfunda hvorn annan, öfunduðu þeir stórlega vestræn ríki sem voru rík, enn þau eru rík fyrir tilstilli fátækra ríkja.
önnur vangavelta, ert þú tilbúinn að borga 7falt hærra verð fyrir matvörur sem innihalda sykur eða kaffi, og 3-4 verð fyrir húsgögn?
Bætt við 7. júní 2007 - 01:14
í kommúnisma myndi það vera vel hægt að enginn væri sveltandi fyrir ódýru músarmottuna þína, enn í kapítalistanum er hægt að vera ríkari enn í kommúnisma, á kostnað annara, og fyrst að vestræn ríki föttuðu það á tíma október byltingarinnar, hafa þeir fært kostnaðinn yfir á fátækari lönd.
kanski homo cosmicus(á eftir homo sapiens, nú þegar búið að ákveða nafnið) muni geta farið nákvæmlega eftir hugmynd marx, enn núna virðist það vera mannkyninu ómögulegt.
Addi Copperfield, Certified testacle inspector.