Góðan og blessaðan kæru hugarar.
Mér hefur satt best að segja mjög mikið blöskrað við að sjá hvernig unga fólkið í dag virðist hegða sér.Þá er ég að tala um krakka frá 14 ára aldri og upp að 17 ára. Krakkar eru að fara í slag hægri,vinstri,fara á fyllerí,reykja í stórum stíl,og gera hluti sem margir myndu ekki telja sem eðlilegan hluta að gera. Oft hef ég séð að foreldrar virðist sýna enga ábyrgð og finnst þetta bara allt í sómanum að krakkar þeirra lendi í óreglu! Ég hef oft líka tekið eftir mjög miklum dónaskap hjá unga fólkinu við fullorðna og oft líka starfsfólk í t.d sjoppum og búðum.
Mér fyndist að það þyrfti að taka á þessu hið snarasta en spurningin er hvernig.
kveðja.
Helgi