…Ég get ekki hætt að hlusta á þetta.
Þetta er eins og að fylgjast með lestarslysi; Blóðugt, mikilfenglegt, sorglegt og erfitt að fylgjast með.
Mér finnst mjög gaman að rýna í samræður. Hvernig fólk hegðar sér, áherslur, framburður, hvernig það bregst við.
Maður getur rýnt gríðarlega inn í persónur ef glögglega er fylgst með.
sérstaklega er það áhugavert þegar það kemur að málefnum sem ég hef mikin áhuga á.
Hérna er Evangelískur predikari (Bob Larson) frá BNA sem er með útvarpsþátt þar sem hann er með þekktan Satanista (Lavey´ista) og Sosíal Darwinista í viðtali hjá sér. Boyd Rice.
Partur 1
http://www.boydrice.com/downloads/Boyd%20vs.%20Bob/Boyd%20vs%20Bob%20-%20Debate%201.mp3
Partur 2
http://www.boydrice.com/downloads/Boyd%20vs.%20Bob/Boyd%20vs%20Bob%20-%20Debate%202.mp3
Boyd er án efa með hugvitið og rökfærsluna sér í vil, en kannski ekki alveg heilsteyptustu sjónarmiðinn. Ég flokkaði sjálfan mig sem samfélagslegan Darwinista á yngri ómótuðu árum, þannig að ég skil hugmyndafræði Boyds, en er alls ekki sammála henni.
Stefna:
Ekkert líf er öðru æðra. (menn og dýr).
Aðeins þeir sterku lifa af.
Sterkir kúga veika, gáfaðir stjórna sterkum.
offjölgun manna hindrar annað líf plánetunar.
Ónáttúrulegt viðhald á gölluðu lífi er rangt
Bob aftur á móti er króaður af þegar hann fær nær eingöngu símtöl inn í þáttinn frá fólki sem er sammála Boyd og endar með að snappa á fólk.
Bob einfaldar fólk (og málefni) ótrúlega með að spyrja endalaust hvað fólk “sé” svo hann geti ákveðið hvort hann geti hafnað hugmyndum þess alveg í byrjun ef honum líkar ekki við þá stereótýpu sem að hann neyðir fólk til að stimpla sig inn í.
Stefna:
Íhaldsöm kristinn gildi.
Helgað lífi sínu kristnum góðgerðarsamtökum.
All American Repúplikani.
Niðurstaða.
Það er augljóst að Boyd Rice hleypur hringi í kringum þáttastjórnandan hvað varðar rökfærslu og framsetningu. Hann er ávalt rólegur og yfirvegaður og virðist ávált hæða Bob með vinalegum passívum hætti og lætur hann tala sjálfan sig út í horn.
Samt sem áður er afstaða Boyds það köld og öfgakend að það er í raun erfitt að hafa vera samþykkur honum, þótt hann augljóslega rústar þessum rökræðum séð frá 3. aðila.
Hvað fannst ykkur um þetta spjall?