Ég held að það sé í rauninni ekki hægt að kenna neinu um nema fáfræði þessara manna. (Sem svo má reka til fátæktar.) Þegar fólk þekkir bara sinn sið og er kennt af sínum nánustu að sinn siður sé sá eini rétti og allir hinir þar með rangir, þá er svolítið erfitt að temja sér gagnrýna hugsun. Ef maður bætir svo þeirri paranóju sem fólk sýnir á sér þegar það kemst í nálægð við Pakistana eða Araba í vestrænum löndum (að ekki sé talað um allt fjölmiðlafárið sem sýnir þessa endalausu tengsl milli íslam og ofbeldis, aftur og aftur, þó svo það sé jafn tengt íslam og Dalai Lama er tengdur Eiríki rauða). Þá er ekki skrítið að þessir menn hópist saman yfir minnsta tilefni. Og eftir því sem umfjöllunin er verri, því verri verða öfgarnir.
Allavega veit ég að ég myndi fyllast tortryggni ef að í hvert skipti sem ég kæmi í strætó, myndi hann tæmast á næstu stoppistöð, eða að íbúðaverð í nærlyggjandi húsum myndi snarlækka bara vegna þess að ég var að flytja í eitt þessara húsa.
Hróp, ásakanir og predikanir um að allir sem fylgja ekki íslam ættu að deyja eru þeirra leiðir til að svara þessari tortryggni.