Og líka nýjar eyjur, plánetur og fleiri stríð.
Það var táknrænt að strax á eftir fréttinni um nýfundna lífvænlega plánetu var frétt um bráðnun Grænlandsjökul, sem gerir núverandi jörð enn ólífvænni (að minnsta kosti fyrir vestræna menningu). Maður verður að hugsa með sér hvernig þetta verður eftir x mörg ár (segjum bara 50) þegar fyrsta (evrópska) ómannaða geimskutlan lendir á þessari „ofurjörð“. Þá verður sennilega kominn tækni til að byggja þar nýlendu. Og þá er líka kjörið tækifæri til að byrja upp á nýtt og reisa þarna útóbíu. Nema kannski að eftir 50 ár verður heimurinn lítið skárri en hann er í dag og allt sem þarna yrði gert yrðir gert með vestræna hagsmuni í húfi. T.d. mættu ísraelskir Ísraelar gerast landnemar á nýju plánetunni en ekki þeir sem eru af Múhameðsættum.
En nýjar plánetur er ekki það eina sem menn hugsa um. Nú ætlar norskur her að fara að gera sig góðan með að annast varnir á frónni. Sennilega er það svolítið skitið af mörgum ástæðum. Hagsmunir vestræna landa varðandi mögulegar náttúruauðlindir í Norðuratlandshafinu eru aðalástæða ákvörðun þeirra er sagt. Þarna leika Rússar aðalhlutverk þeirra sem vilja eigna sér þessar auðlindir með ógnandi hætti. „Rússar vilja verða stórveldi á ný,“ heyrðist sagt. Nema þá á eftir að spyrja hvort auðlindir sem verja þarf með hervaldi (nei ERLENDU hervaldi) séu þess virði að eiga. Nú hefur verið skilgreint svæði sem tilheyrir íslenskri efnahagslögsögu og því þurfa óvinir Íslands að stela frá okkur auðlindunum ef þeir ætluðu að nýta þær sjálfir. Stuldur er ekki í hávegum hafður í alþjóðasamfélaginu og er hann ólöglegur með öllu. Það þýðir að ef til þess kæmi að olía fyndist á drekasvæðinu sem hagkvæmt er að vinna, og ef Rússar eða litháar eða hvaðeina myndu senda herskip þangað til að sölsa undir sig svæðið. Þá þyrftu Íslendingar einfaldlega að leggja beiðni til Sameinuðu þjóðanna og vollah, Rússarnir yrðu dæmdir til að yfirgefa svæðið og greiða okkur skaðabætur. Það þarf engan her til.
Annað sem nefnt var var tilvonandi siglingaleið yfir pólsvæðið. „Við þurfum að vera öllu viðbúnir, Kínverjar og allt eiga eftir að sigla þarna yfir.“ Ég held að það þurfi ekki einu sinni ræða þetta. Við gætum allt eins farið að setja upp eldflaugapalla til að skjóta niður hugsanlegar geimferðir Kínverja á nýju plánetuna, svo að þeir fari nú ekki að ógna friðnum þar.
Og talandi um norskan her. Á síðasta ári fóru fram miklar umræður í Noregi vegna hagræðingar og lokun á ýmsum herstöðvum úti á landi. Þá voru menn ekkert að óttast skort á vörnum eða öryggi, heldur voru menn hræddir um atvinnuleysi. Því þegar allt kemur til alls þá snýst þetta allt um peninga. Það er þeirra vegna sem nýjar eyjur þurfa að birtast sem áður voru undir kílómetraþykkum ís, þeirra vegna sem það hefur verið stríð í palistínu frá því að flest okkar fæddust.
Kannski að menn eiga eftir að sjá af sér eftir 50 ár þegar við förum að nema nýjar plánetur og byggja nýtt markaðshagkerfi þar þar sem einstaklingar þurfa svo gott sem enga peninga. Náttúrulega með hagsmuni vestrænna ríkja í húfi.