Ég hvet alla sem hafa snefil áhuga á stjórnmál eða heimspeki til að horfa á Silfur Egils þann 22. apríl ef mér skjátlast ekki.
Maðurinn heitir Slavko Zenic minnir mig og er hann að fjalla helst um vinstri sinnaða stjórn í dag og hverju þyrfti að breyta. Hægri menn hugsa kannski “ohh en gaman (kaldhæðni)” en það er aukaatriðið. Sjálfur er ég víst hægrisinnaður ef ég þyrfi að velja og fannst það sem hann sagði mjög áhugavert. T.d. er neðri setningin mín í undirskriftinni quote frá honum en það er dálítið tekið úr samhengi:p

Ef þið missið af honum horfið þá á hann á VefTíví eða takið hann upp því ég veit get lofað því að þið hafið gaman af honum.

Bætt við 22. apríl 2007 - 17:03
Zlovoj Zizek er nafnið hans.
“There's no such thing as stupid questions, just stupid people.”