ÞAð er allt gott og blessað að mínu mati að útlendingar, hverrar þjóðar sem þeir svo eru, starfi hérlendis. Atvinnuleysi er skv. nýjustu tölum ekki hátt, fólkið sem er ekki að vinna er að miklu leyti öryrkjar, ellilífeyrisþegar, skólafólk og þeir sem einfaldlega nenna ekki að vinna! Fyrir utan það að þessir útlendingar eru fæstir að vinna í eitthvað eftir sóttum störfum, þeir taka störfin sem íslendingar henda frá sér og kalla “skítadjobb”!
Það eina sem mér finnst varhugavert við starfan útlendinga á íslenskri grund er tungumálakunnátta. Þegar maður ákveður að flytja til einhvers lands sem er ólíkt þínu eigin geturðu ekki bara haldið 100% í þína menningu og þitt tungumál, þannig ertu að valda öllum í kringum þig erfiðleikum.
Mér myndi aldrei detta í hug að flytja td. til frakklands til langtíma án þess að ákveða líka að læra frönsku og tala ensku af mætti í millitíðinni. Ef ég talaði ekki ensku myndi ég drífa mig í því að ná frönskunni!!! (og vinsamlega ekki fara að blanda inní þetta umræðunni um að frakkar vilji bara tala frönsku, það er aukaatriði :)
Sumar þjóðir halda einmitt svo fast í hefðina og eru ekkert að ómaka sig við að læra íslensku, þrátt fyrir plön um langtímabúsetu hér.
Mér finnst því ein tegund starfa ekki við hæfi útlendinga sem tala ekki íslensku; ÞJÓNUSTUstörf, þar sem samskipti eru stærsti hluti þeirra. Ég vil amk. geta farið útí búð og talað íslensku við afgreiðslumanninn/konuna. Ég vil ekki þurfa að standa í flóknu táknmáli og merkjasendingum bara því að afgreiðslufólkið hefur ekki ómakað sig við að læra íslensku, eða þó ekki sé nema ensku! Hvað þá fólk sem er að starfa við símavörslu o.þ.h.
kannski svolítið ýkt dæmi, ég veit það ekki
kveðja
kongulo