Jæja, það er ekkert lítið sem er búið að ganga á í dag í miðbæ Reykjavíkur. Tilkynnt var um bruna á veitingahúsinu og skemmtistaðnum Pravda um klukkan tvö í dag. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá ljósum í söluturni í næsta húsi við Pravda. Slökkvustörf tóku um 4 klukkutíma. Reynt var að rjúfa þak Pravda, þar sem mestur eldur var, en endaði með því að rífa þurfti það með þar til gerðu tæki. Slökkvustörf eru sögð hafa gengið með eindæmum vel. Eignarlegt og menningarlegt tjón er gríðarlegt en manntjón varð ekkert.(http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1265426)

Um klukkan tíu nú í kvöld rofnaði hitavatnsrör húss að Vitastigi 12. Laugaveginum hefur verið lokað af lögreglu. Vatnið, sem er jafnt í fljótandi sem í lausu formi, er um 80° heitt. Það seitlar í austur, niður Laugaveginn. Einn maður hefur hingað til verið fluttur á slysadeild vegna minniháttar brunasárs. Eignartjón er talið vera talsvert.(http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1265454)

Þegar eitthvað gerist hérna, þá kemur það stórt, verð ég að segja.