Ég er að reyna að finna upplýsingar um tvennt:
a) Hvað gerðist/hvaða lög tóku gildi í fyrravor í sambandi við reglur um straum erlends vinnuafls til landsins? Var þetta eitthvað í sambandi við EES eða ESB? Mér skilst að veiting atvinnuleyfa hafi aukist mjög sl. ár.
b) Hvað var fjárveitingin til íslenskukennslu fyrir innflytjendur há (mikið hitamál seint á síðasta ári, að mig minnir)?
Ég er búin að googla og leita á vefsíðu Alþingis en finn ekki neitt. Allar upplýsingar eru vel þegnar (og heimildir saka ekki).