Þegar ég vaknaði í morgunn þá var ég í ágætu skapi, gekk inn í eldhús og fékk mér að borða, svo kveiki ég á útvarpinu…
Um leið og ég kveiki á útvarpinu er ég kominn inn í frétt sem fjallar um þennann “heilaga” dag, föstudaginn langa.
Allt í lagi, allt gott með það. En svo hefst þulurinn handa við að telja upp öll þau boð og bönn sem Krists kirkja hefur komið á hér á Fróni.
Bannað að versla, bannað að skemmta sér, bannað og bannað og bannað og ….
Og dópamíniðí heilanum mínum tók kipp niður á við…
Skil það vel að þessi dagur er heilagur hjá kristnum mönnum en reynið nú að skilja það að þið eruð ekki einu lífverurnar í þessum hluta alheimsins, það er til fólk sem er ekki kristið.
Og þetta fólk sem er ekki kristið er eki talið á fingrum annarar handar, og heldur ekki beggja, heldur en skiptir það þúsundum, það fólk sem þessi dagur hefur enga merkingu.
Og svo er annað, stór hópur þessa kristna fólk veit ekki einu sinni hvað skeði á föstudeginum langa.Spurði einu sinni vin minn sem er svona eiginlega heitkristinn og hann hafði ekki hugmynd um hvað hefði skeð á þessum degi, ekki einu sinni eftir að ég gaf honum vísbendingu.
Og á það síðan að bitna á öllum sem eru ekki kristnir að þið ættlið að halda hátíðina ykkar í dag.
Fólk sem er ekki kristið getur ekki verslað í matinn, farið út að skemmta sér ef haldið teiti vegna þess að það stendur í lögunum að það “megi ekki trufla bænafrið ná þessum degi” …..
En samt má fara í bíó á þessum degi að horfa á fólk vera skorið í sundur með vélsögum eða brennt lifandi, kristilegt það….
Eina sem þessar trúarkreddur gera við samfélagið okkar er að aftra framförum þess.
Við erum föst í fangelsi 2000 ára gamalla trúarbragða sem sem hafa varla þróast frá því að þau voru fundin upp.
Og já ég segi fundin upp.
Trúarbrögð voru, eru og verða ekkert annað en tæki til að stjórna fjöldanum, þetta vissu keisarar Rómaveldis til forna og notuðu þetta óspart til þess að stjórna ríkinu.
Á meðan við erum föst í þessu fangelsi fávisku og siðferðislegrar blindni sem trúarbrögðin eru nú á dögum getum við ekki þroskast sem mannverur, við komumst aldrei yfir á næsta tilverustig.
Samfélagið heldur áfram að þróast en trúin stendur í stað og rígheldur í okkur.
Öll svör sem innihalda ekki sæmilega gáfuleg rök eru vinsamlegast afþökkuð.
Kveðja Fireiron