Dauðarefsing er líflát dæmds glæpamanns framkvæmd af ríkisstarfsmönnum sem refsing fyrir glæpi eins og morð, njósnir, landráð eða ýmsum málum tengdum hernaði, sem dæmi má nefna; bleyðuskap, liðshlaup, óhlýðni eða uppreisn.
Nú á dögum eru fá ríki sem beita dauðarefsingum reglulega. Í sumum löndum, þar sem múslimar eru meirihluti íbúa, liggur dauðarefsing við að halda framhjá og samkynhneigð og í sumum löndum liggur dauðarefsing líka við dóp- og mannsölu.
Þeir sem að styðja dauðarefsingar segja að dauðarefsingar hræði fólk frá því að fremja glæpi og sé sanngjörn refsing fyrir glæpi eins og morð. Þeir sem eru á móti dauðarefsingum segja að þær hræði glæpamenn ekki meira en lífstíðarfangelsi auk þess brjóti þær á mannréttindum. Þá má nefna að það er alltaf ákveðin hætta á því að saklausir verði drepnir og þá er ekki hægt að frelsa persónuna úr fangelsi ef að ný sönnunargögn benda til að viðkomandi sé saklaus.
Samkvæmt alþjóðlegri Gallup könnun frá árinu 2000 þá eru 52% íbúar jarðar hlynntir dauðarefsingum, með mestum stuðningi í Norður-Ameríku og minnstum stuðningi í Vestur-Evrópu.
Bandaríkin eru þjóð sem kemur ofarlega upp í hugann þegar talað er um dauðarefsingar.
Í Bandaríkjunum hefur fólk verið tekið af lífi fyrir: Nauðgun, mannrán, innbrot, íkveikju, þjófnað, hestarán, fölsun og galdra.
Árið 2002 lýsti hæstiréttur í Bandaríkjunum því yfir að aftaka einstaklings sem er andlega skertur samræmdist ekki stjórnskipunarlögum. Dauðarefsingar voru bannaðar í Bandaríkjunum árin 1973 til 1976. Dauðarefsingar eru nú samþykktar í 38 af 50 fylkjum Bandaríkjana, ásamt alríkinu og hernum. Fylkið Texas hefur framkvæmt flestar aftökur allra fylkjana. Mikil umræða um þetta er í Bandaríkjunum og sætir Texas einna mestri gagnrýni. Talið er að færri en 15 þúsund hafi verið teknir af lífi í Bandaríkjunum milli 1608 og 1991. Vitað er að 4661 aftaka átti sér stað í Bandaríkjunum á tímabilinu frá 1930 til 2002. 160 hermenn voru teknir af lífi milli 1930 og 1961.
Hlutfallslega séð fremja 10 sinnum fleiri sjálfsmorð á dauðadeildinni í Bandaríkjunum heldur en í Bandaríkjunum öllum, og er þetta vitnisburður um að lífið þar sé ekki dans á rósum.
Formlega notkun dauðarefsinga má rekja alveg aftur að byrjun skráningu tímans, og eflaust lengra aftur. Mest af þessum fornu gögnum gefa til kynna að dauðarefsingar hafi verið partur af réttarkerfi hinna fornu tíma. En í smáum samfélögunum voru morð sjaldgæf, og stundum leystist málið ef morðinginn borgaði skaðabætur, svo að dauðarefsingar voru ofboðslega sjaldgæfar á þessum tímum. Þess má reyndar geta að dauðarefsingum eða miklum barsmíðum var oft beitt ef að utanaðkomandi kom inn í samfélagið og framdi einhversskonar glæp, og þurfti glæpurinn þá ekki að vera jafn alvarlegur og morð, og oft orsakaði þetta ættastríð.
Persónulega hefur mér alltaf þótt skrítið hvernig einhverjir nokkrir menn fá að leika Guð, og myrða fólk án þess að nokkur mótmæli. Mér finnst að morð sé alltaf morð, sama hversu slæm manneskjan sem drepin er á að vera, og sama hvað hún hefur gert. Ég er á móti dauðarefsingum meðal annars út af þessu, morð er morð, og einnig út af því að ég sé enga gilda ástæðu fyrir því að dauðarefsing sé í einhverjum tilvikum hentugri en lífstíðarfangelsi. Svo spilar það mikið inn í hve ríkur sá sem ákærður er, það er að segja; hve góðan lögfræðing hann getur ráðið. Það eru ekkert allir sem eru dæmdir sekir sekir. Það má einnig nefna að með núverandi aðferðum í Bandaríkjunum kostar minna að geyma fanga í fangelsi allt hans líf heldur en að lífláta hann.
Dæmi um algengar aðferðir til að taka dæmda glæpamenn af lífi: henging, rafmagnsstóllinn, hálshöggning (ber þá mest á frönsku fallöxinni), að grafa glæpamanninn lifandi, að brenna glæpamanninn lifandi (sem var einkum gert við “nornir”), krossfesting, banvænn stunguskammtur, aftökusveit skýtur glæpamanninn og að glæpamaðurinn grýttur til dauða (einkum gert við konur). Til eru dæmi um aðrar grimmilegri aðferðir sem eru ekki jafn þekktar, eins og að sjóða fólk lifandi, drekkja því (sem tíðkaðist á Íslandi), svelta fólk til dauða, fíll látinn traðka á glæpamanninum, úlfar látnir éta hann, glæpamaðurinn rifinn í sundur af hestum og síðast en ekki síst, aðferð sem notuð var í Englandi sem lýsir sér svona: Glæpamaðurinn var dreginn á aftökustaðinn, þar var band vafið um háls hans og hann hengdur, og þegar hann var næstum því dáinn þá var hann afhöfðaður og líkami hans skorinn í fjóra parta.
Frá árinu 1976 hafa 1047 manns verið dæmdir og teknir af lífi í Bandaríkjunum.
Af þessum 1047 voru einungis 11 kvenkyns.
Af þessum 1047 voru 22 yngri en átján ára þegar aftakan fór fram.
Af þeim sem voru líflátnir voru 603 hvítir, en það er 58%, og 362 svartir, en það eru 35%.
muuuu