Ath: Þessi korkur er eingöngu skrifaður til þess að vekja fólk til umhugsunar en ekki til þess að hefja einhverjar kjánalegar rökræður um hvort að þetta hafi verið rétt eða ekki, ég tek ekki þátt í slíkum skrípaleik, það eru lög í landinu og löðreglunni ber að fara aftir þeim eins og öllum öðrum.
Af tyggjóklessum og fl.
Á skrifum margra hérna inni er engu líkara en að löðreglan sé háskólagengin til margra ára, hinsvegar myndi ég nú bara halda að þetta fólk kunni ekki einu sinni að lesa, þar sem að þeir virðast aldrei hafa gluggað í Lög um meðferð opinberra mála nr 19 frá 1991, Stjórnarskránna okkar eða mannréttindasáttmála evrópu. Löðregluskólinn var 1 ár en er nú orðin 2, það tekur lengri tíma að læra hárgreiðslu. Löðregluofbeldi er ekkert nýtt hér á landi eins og margir virðast halda, 1983 gaf Bubbi út lagið lög og regla á plötunni fingraför, eflaust búin að fá nóg af áralangri kúgun og misnotkunar valds hjá löðreglunni.
Það er augljóst að þarna voru brotin mörg lög og vill ég meina að þetta flokkist undir kynferðislegt ofbeldi gegn börnum hjá þessum fjórum 16 ára þar sem að þeir voru án úrskurðar dómara, tilkynningu til foreldra og/eða barnaverndayfirvalda bornir öfurefli af fullorðnum löðreglumönnum sem að sviftu þá frelsi og neyddu þá til að afklæðast að lokum var aukið á þjáningar saklausra barna með því að láta þá nánast nakta gista í fangageymslum, allt byggt á grunsamlegum hreyfingum í aftursæti, tyggjóklessu og lélegu innsæi 2 vanhæfra löðregluþjóna.
“Kynferðisofbeldi er samheiti yfir margskonar atferli, sem á það sameiginlegt að þolendur þess eru beittir ofbeldi, sem ofbeldismaðurinn færir í kynferðislegan farveg. Kynferðisofbeldi miðar að því að lítillækka, auðmýkja, ráða yfir og skeyta ekki um vilja eða líðan þess sem fyrir því verður.”
http://www.doktor.is/hvadermalid/grein.asp?id_grein=2347&id_fl=509
Kynferðisbrot gegn börnum ber að kæra sjálfkrafa og því ættu mæður þessara drengja sem að voru 16 ára ekki að þurfa að leggja fram kæru vegna þess að kynferðisbrot gegn börnum eru sjálfkrafa kærð.
Það er krafa okkar sem íbúa þessa lands, sem þátttakendur í þessu samfélagi að sjá svona mál fara alla leið, jafnvel til Haag. Að löðreglan geti brotið svona gróflega á börnum og gjörsamlega traðkað á stjórnarskránni og komist upp með það eftir að upp um brot þeirra hafi komist og verið birt í fjölmiðlum er með ólíkindum og sýnir bara nákvæmlega hversu miklu máli börnin okkar og velferð þeirra skiptir í þessu samfélagi hérna, nákvæmlega engu! Svo lengi sem að þau eru ekki fyrir okkur þá er þetta bara allt í lagi virðist vera.
Við ættum öll að skammast okkar.