Jæja, eftir allar umræðurnar á landinu um stækkun álverisins í Straumsvík, þá langar mig að spyrja ykkur huga notendur hvort þið eruð með þreföldun álverisins í straumsvík og álverisins í Hvalfirði og þremur virkjunum í Þjórsá (S.s. gífurleg mengun) eða á móti. Og endilega segja afhverju þið eruð á ykkar skoðun og jafnvel afhverju þið skiptuð um skoðun eða slíkt.
Sjálfur verð ég að segja að ég er sterklega á móti þessu. Tóm vitleysa, búið að margsanna að stækkunin muni hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér og Alcan reynir að blekkja fólk með því að segja að þeir noti “hreina orku”.
Fyrirgefiði mér ef ykkur finnst þetta óviðeigandi af því sem ég sagði enda ætti ég fyrst ég fyrst og fremst að hljóma hlutlaus! En ég er því miður alveg að tapa mér stundum yfir reiði vegna þess hvernig Alcan vilja græða fleiri peninga og mála dollara merki yfir landið!