Eyþór Arnalds gaf út yfirlýsingu ekki alls fyrir löngu þess efnis að hann hefði sagt starfi sínu, sem forstjóri Íslandssíma, lausu og stefndi aftur í pólitíkina.

Íslandssími var og hefur ekki verið að gera góða hluti…sbr. útboðið fræga, Titan ruglið allt saman o.s.frv.

…hætti Eyþór nokkuð? Var hann bara nokkuð hæfur í starfið og því látin víkja?

Maður sem hefur eflaust verið með 3x hærri laun hjá Íslandssíma en hann fær í pólitík, bíl og borgað af húsinu hans…og hvað þessi forstjóra fríðindi heita öll sömul.

Eru ekki alltof margar vísbendingar sem benda til þess að hann hafi ekki valdið starfi sínu og því ákveðið að hella sér í pólitíkina aftur.

Það er ekki eins og það sé mikill meðbyr með honum í borgarslaginn…Sjálfstæðisflokkurinn vinnur aldrei borgina með hann í aðalhlutverki.

Margir finna eflaust að þessum athugasemdum mínum. Mér finnst þetta mál hins vegar skipta máli, ef maðurinn er ekki fær um að stýra fyrirtæki á borð við Íslandssíma, á hann þá nokkuð erindi í stjórn borgarinnar eða landsins?

…tekið skal fram að undirritaður er Sjálfstæðismaður :)


kv
Gummi