Ég gerði könnun um hver væri með og ámóti álverinu og hingað til hafa 50% valið ámóti þar sem það mengar meira. Ég persónulega styð stækkun álversins og ég hef rök fyrir því. En varðandi mengunina þá veit ég að álverið mun menga meira en það gerir núna. Álverið er hins vegar með háþróaðasta kerfið í heimi til þess að minka mengunina. Það er þetta sem er mikilvægt við álverið, þetta sannar að þau bera virðingu fyrir umhverfið og því eru þau að gera hvað sem þau geta til að stuðla við umhverfismengun. Mengun á umhverfi er eitthvað sem fylgir öllum virkjum á okkar tíma en landið verður að eiga stórvirkjanir til þess að geta staðið á fætur en það sem skiptir máli að þessar virkjanir reyna að menga sem minnst og það er það sem álverið er að gera, og það er ekki alveg kostnaðarlaust að byggja þannig kerfi. Svo í fáum orðum er ég ekki sammála að álverið má ekki stækka vegna mengunar.
Bætt við 25. mars 2007 - 23:20
Ég vil biðjast afsökun á þessu sem ég sagði fyrr. Ég held að ástæðan hafi einfaldlega verið fáfræðsla og þ.a.l var létt að heilaþvo mér. Ég var að lesa blaðið sem kom í póstinn, “sól í straum”, og þar koma fram margar áhugaverðar staðreyndir sem ég er alveg viss um að geta ekki verið lýgi. Ég hvet ykkur til að lesa það líka hún hjálpar manni að gera samanburð við staðreyndir alcans.