Ég veit ekki hvort það hafa komið margir þræðir um þetta á huga áður eða ekki en mér er persónulega alveg skítsama. Ég vil bara segja mína skoðun á svokölluðu stækkun álverisins í Straumsvík.
Það eina góða við stækkunina er það að við íslendingar fáum peninga fyrir þetta að lokum…Hurray!
Slæmu hlutirnir eru hinsvegar þeir að mengunin yrði enn meiri, talið er að hún eigi ekki aðeins eftir að tvöfaldast heldur kannski þrefaldast. Plús það að ef stækkunin yrði samþykkt þá myndu 3 virkjanir verða byggðar við Þjórsá sem eiga eftir að gjörsamlega eyðileggja svæðið og fegurðina í kringum það. Og að lokum myndum við svíkja Kyoto Bókunina okkar um mengun landsins.
En þá fer fólk að segja, Við þurfum þessa orku en svarið við því er NEI. Við höfum varla einhverja þörf á meiri orku en þá sem við höfum nú þegar plús það að hún yrði líklegast seld til útlanda og í staðinn fengjum við (eins og ég nefndi áðan) bara peninga.
Ég bið ykkur hafnfirðinga að segja Nei við stækkun Álverisins í Straumsvík takk fyrir!
Vona að stafsetningarvillurnar mínar séu í lágum tölum…:)