“Málið er að það skiptir ekki máli hvort þetta sé nákvæmlega þessi hefðbundna pósa heldur að þetta er augljós vísun í hana.”
Hvernig er þetta augljós vísun í hana?
“Og að það er ekki aðeins pósan sem er umdeilanleg heldur líka klæðnaðurinn og umhverfið. Fyrirsætan er í lakkskóm, sem er algengt táltákn í kynjafræði og hún er að teygja sig í bangsa, sem er einnig tákn (og leggur áherslu á hversu ung stúlkan á myndinni á að vera).”
Persónulega finnst mér klæðnaðurinn benda frekar til þess að stúlkan, sem er að fara fermast og þar af leiðandi að vera tekin inn í fullorðinna manna tölu, sé að vaxa úr grasi og klæðir sig þar af leiðandi ,,fullorðinslega'.
Háhæluðu skórnir finnst mér vera t.d. mun meiri vísun í þetta heldur en eitthvað klámfengið, þ.e. að stúlkan sé að vaxa úr grasi og klæði sig eftir því. Það er ef til vill umdeilanlegt hvort að stutt pils og háhælaðir skór séu föt fyrir fullorðina, en eitt er víst og það er að þú sérð sára fá börn klædd þannig.
Það að hún sé að teygja sig í bangsana og í rauninni allt umhverfið finnst mér einnig benda frekar til þess að hún sé að segja bless við bernskuna og bangsarnir eru klárlega tilvísun í það.
Það er gjörsamlega ekkert klámfengið við þessa mynd! Þessi mynd var meira að segja svo ómerkileg að ég leit varla á hana þegar ég var að fletta í gegnum Fréttablaðið og ég skoðaði hana ekki fyrr en öll þessi umræða fór í gang.
Þetta er nákvæmlega sama kjaftæðið og fór í gang fyrir ekki svo löngu síðan þegar að einhver kona (jafnvel sú sama?) sá reðurtákn úr Hallgrímskirkju í auglýsingu Hitaveitunnar.
Bætt við 13. mars 2007 - 22:45
edit: Hitaveitan á að sjálfsögðu að vera Orkuveitan.
“There is no need for torture, hell is other people.”
Þessi vísun um stellinguna sem ég tala um er algeng í kynjafræði, nenni eiginlega ekki að fara neitt nánar í það.
Í sambandi við klæðnaðinn var ég nú aðallega að tala um að hælaskórnir séu lakkskór, en það er aftur algengt táltákn í kynjafræði (Pilsið finnst mér reyndar fullstutt, en það er mín persónulega skoðun og kemur þessari umræðu í raun ekkert við).
Ég vil líka endurtaka það sem ég sagði hérna fyrir ofan: Ég sé ekkert klámfengt við stelpuna sjálfa, en mér finnst aftur stellingin og umhverfið sem hún er í vera vafasöm … Í myndinni eru ýmiss tákn sem Guðbjörg Hildur hefur komið auga á. Það er svo undir hverjum og einum að túlka þessi tákn.
Og veistu, ég hef ekki á einum einasta stað hérna fullyrt að myndin sé klámfengin, heldur aðeins að ég skilji hvað Guðbjörg Hildur er að fara og að myndin sé vafasöm.
Sem betur fer ríkir tjáningar- og skoðanafrelsi á Íslandi, því annars þyrftum við öll að rembast við að vera eins and where's the fun in that? Ég virði þínar skoðanir, þú ættir að sýna mér á móti þann sóma að virða mínar skoðanir.
0
Þú getur líka búið til þín eigin tákn og túlkað allan andskotan í samræmi við þau. Guðbjörg er feministi sem hefur greinilega stundað það af eldmóði í þónokkurn tíma að reyna að finna tákn og tilvísinar í klám, og ég er ekki frá því að hún sé komin útí þráhyggju. Manneskja sem er ákveðin í finna tilvísanir í ákveðnum hlutum mun finna þessar tilvísanir á ólíklegustu stöðum.
Ég get t.d. haldið því fram að Braveheart sé ekkert nema ein stór tilvísun í hommaklám. Ég meina, það eru 20 mínútna atriði þar sem sveittir karlmenn gera ekkert annað nema að reka ílanga (“phallic”) hluti inní hvorn annan á meðan þeir gefa frá sér karlmannleg fullnægingaróp.
0
Að sjálfsögðu getur maður gert það. En þessi tákn sem hún talar um koma öll úr kynjafræði og er búið að fjalla um af fræðimönnum.
0
Og þýðir það að þetta sé eitthvað meiri en hluti af stærri kenningu?
Fræðimenn hafa lengi fjallað um marxisma og þau tákn sem þeim finnst gefa til kynna kúgun öreiga að völdum borgarastéttar, en það þýðir ekki að heimurinn samkvæmt marxistum sé staðreynd eða í raun eitthvað meira en ein af fjölmörgum félagsfræði- og efnahagskenningum.
Nú þekki ég ekki Guðbjörgu en ef ég myndi þurfa að dæma hana útfrá þessu máli þá myndi ég segja að hún sé orðin svo róttæk og föst á sinni “theoretical” heimsmynd að hún hefur þróað með sér vænissjúkt sjónarhorn á fjölmiðlum, þar sem allt virðist snúast um það að hlutgera, niðurlægja og halda niðri konum. Þetta er farið að jaðra við samsæriskenningar.
0
Jájá, það getur mjög vel verið.
Enda hef ég ekki sagt neins staðar að ég sé sammála henni, heldur bara að ég skilji hvað hún er að tala um.
0