Matarverðs "lækkunin"
Ég var mjög ánægður þegar ég heyrði að okkar helsta nauðsynjavara væri að lækka í verði. Taldi þetta frábærar fréttir fyrir heimili landsins. En ég varð fyrir smá opinberun þegar ég skrapp í sjoppuna nú í vikunni. Ég fer ósjaldan og kaupi mér 2 pulsur og 1 kók í dós svo ég þekki verðið all vel. Þar sem ég versla kosta 2 pulsur og kók í dós nú 554 kr. sem er lækkun um rúmar 50 kr. frá mattarskattslækkun. En nú síðast þegar ég fór þá minntist ég þess að bara síðastliðið haust kostað sama þrennan 520 kr. þannig að 2 pulsur og kók í dós hafa í raun hækkað um 34 kr. Þegar ég fór að hugsa þetta nánar þá mundi ég að verðið hefur verið að hækka hægt og bítandi undanfarna mánuði og er í raun ekkert búið að lækka. Veit fólk um fleiri svona dæmi? Endilega segið hvað ykkur finnst um þetta og skyld mál.