Ég held að Danirnir (eða að minnsta kost hægri vængurinn þar) sé algjörlega að missa sig í gleðinni. Alltaf heyrir maður fleiri fréttir af svörtum skýrslum frá OECD eða ESB um minna gegnsæi bæði í viðskipta og stjórnmálageiranum (skemmst er að minnast flugverkfallinu). Þar að auki góði gamli ligeglad hugsunarhátturinn, sem þekktist þegar kratarnir voru við völd, algjörlega horfin úr danskri pólitík. Hertar aðgerðir gegn Cristianiu og núna lokun ungdomshuset, án þess að koma með ný úrræði fyrir heimilislausa er bara til þess fallin að þrengja á möguleika þeirra og skapa örvæntingu. Ekki skrýtið að þeir berjist á móti fyrst ekki er hlustað á þá á lýðræðislegum nótum.
Kaupmannahafnalögreglan hefði mátt búast við að svona færi fyrst hún notar valdbeitingu með sovéskri fyrirmynd, nema bara í nafni frjálshyggju og frelsis vitaskuld. Og sem gamall Grindvíkingur verð ég að koma með dæmisögu um hvernig fer þegar slík valdbeiting er notuð.
Einhverntímann rétt eftir aldamótin datt einhverjum snillingi í hug að fara á djammið eftir miðnætti á jóladag. Það gekk nú ekki betur en svo að skv. lögum var bæjarpöbbinn lokaður, allt gott og blessað með það svo þessi náungi safnaði sér bara liði, náði sér í gítar og kveikti smá bálkesti í þar til gerðu eldstæði. Lýðurinn drakk þar bjór, söng nokkur lög, skemmtu sér vel og fóru svo heim. Árið eftir átti að endurtaka leikinn, nema þá hafði slökkviliði bannað að kveikja sér bál nema greiða himinháa upphæð fyrir leyfi fyrst, slíkt var ekki gert og lögreglan var komin til að stöðva leikinn og þar af leiðandi sauð allt uppúr. Árið eftir varð svo andskotinn laus þar sem uppreisnarandinn hafði gripið um sig og allir ætluðu svo að kveikja eld, sama hvað löggan sagði. Löggan mætti á mýmörgum bílum og viti menn. Allt logaði í slagsmálum og kvöldið endaði á nokkrum handlegsbrotum og brenndri áramótabrennu. Og til að koma í veg fyrir þetta hefði löggan bara átt að leyfa fólkinu að kveikja þetta litla bálkesti, spila á gítar og drekka nokkra bjóra. En Kaupmannahafnalögreglan er víst engu vitrari en sú af Suðurnesjunum.