Palestínumenn kalla eftir hjálp
Munib Younan, biskup Jerúsalem, skorar á Íslendinga, ríkisstjórn og kirkju að koma Palestínumönnum til hjálpar vegna neyðarástands á Gaza. 80% af íbúum Gaza eru nú háðir matargjöfum frá alþjóðlegum hjálparsamtökum. 65% lifa undir fátæktarmökum og 54% þeirra fá ekki lágmarks fæðu sem dugir til að lifa heilbrigðu lífi.
Ísraelska dagblaðið Harets hefur í dag eftir Flóttamanna- og Matvælstofnun SÞ, að ástandið á Gaza hafi versnað mikið eftir að Ísraelar bönnuðu íbúum Gaza að stunda daglaunavinnu í Ísrael. Fjöldi barna komi í skólann án þess að hafa fengið morgunverð og margar fjölskyldur geti einungis gefið börnum sínum eina máltíð á dag.
Matvælastofnunin segir að án alþjóðlegrar aðstoða myndu Palestínumenn svelta heilu hungri. Á Gaza býr ein miljón og 200.000 Palestínumenn. Meginástæðan er efnahagslegar refsiaðgerðir Ísraela og vestrænna þjóða sem hófust eftir að Hamas-samtökin unnu síðustu þingkosningar.
Í bréfi sem séra Manuel Musallam, prestur á Gaza, hefur ritað umheiminum biður hann fólk að skilja hvað sú að gerast og að lesa harmkvæli Jeremía í Biblíunni; þannig líði Palestínumönnum, fólk gráti, sé hungrað, þyrst og á barmi örvæntingar. Munib Younan biskup í Jerúsalem segir að ástandið sé hræðilegt. Hann biður Íslendinga um hjálp og skorar á þjóðir heims að aflétta efnahagslegum refsiaðgerðum á Palestínumenn svo þeir geti unnið sér fyrir launum til þess að kaupa mat og fái lifað með reisn. Refsiaðgerðirnar bitni ekki á Hamas-samtökunum heldu á almenningi.
Held að ástandið muni ekki gerast verra en einmitt nú.